Allar fréttir

Miðvikudagur, 4. janúar 2017

 

Starf talmeinafræðings við Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells-sýslu á Hvolsvelli er laust til umsóknar.

Helstu verkefni:

-        Greiningar á tal- og málvanda og mat á málþroska.

-        Mál- og talþjálfun.

-        Ráðgjöf við foreldra og starfsfólk skólanna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

-        Fullgilt nám í talmeinafræðum frá viðurkenndum háskóla.

-        Sjálfstæði í vinnubrögðum.

-        Góð hæfni og lipurð í samskiptum við börn og fullorðna.

Þriðjudagur, 3. janúar 2017

 

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn  allt að þremur meistaranemum styrki  til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.

Föstudagur, 30. desember 2016

Vegna óveðurs í vikunni erum við á eftir áætlun með sorphirðuna í hluta Ásahrepps og Rangárþingi ytra (Gult svæði á dagatali).

Við verðum búin að koma okkur á rétt ról fljótlega í næstu viku.

 

Kveðja

Hannes Örn

Gámaþjónustan

Fimmtudagur, 29. desember 2016

 

Vakin er athygli á því að þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt.

Sjá nánar hér: husbot.is

Sveitarfélög koma til með að greiða áfram út sérstakan húsnæðisstuðning.

 

-NJ-

Föstudagur, 23. desember 2016

Mánudagur, 19. desember 2016

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

1.      Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhrepps 2004-2016 á svæði austan við Árnes (Réttarholt A). Svæði fyrir verslun- og þjónustu í staði landbúnaðarsvæðis.

Þriðjudagur, 13. desember 2016

Bleikálótt hryssa í óskilum við Fákshóla/Berustaði/Ásmundarstaði. Er milli skurða og girðingar. 

Mánudagur, 12. desember 2016

Dagskrá 40. fundar hreppsnefndar dagsettur 14. des. 2016 kl. 9:00

 

1.     Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2016

2.     Fundargerðir

3.     Álagning gjalda og gjaldskrár fyrir árið 2017

           4.     Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

           5.     Breyting á þingfararkaupi

           6.     Samþykkt fyrir Tónlistarskóla Rangæinga

Mánudagur, 12. desember 2016

Minnum á að umsóknarfrestur um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir árið 2016 rennur út 15. desember 2016. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni ásamt reglum. Gögnin má senda í tölvupósti á asahreppur@asahreppur.is

Föstudagur, 2. desember 2016

 

Ásahreppur og Veitur hafa náð samkomulagi um uppgjör vegna uppbyggingar, reksturs og gjaldtöku fyrir hitaveitu í Ásahreppi. Aðila hafði greint á um gjaldskrá fyrir heitt vatn í hreppnum allt frá árinu 2011.

Ágreiningurinn snerist um túlkun samnings um yfirtöku Orkuveitu Reykjavíkur á Hitaveitu Rangæinga. Ásahreppur taldi gjaldskrárhækkun OR árið 2011 ekki í samræmi við samninginn og OR, síðar Veitur, töldu að forsendur í samningum um uppbyggingu í sveitarfélaginu hefðu ekki staðist.

Pages