Sorpmál

Ásahreppur er aðili að Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. Sorpstöðin er samstarfsverkefni Ásahrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra.

Upplýsingar vegna sorphirðu í Rangárvallasýslu

Þann 1. desember 2017 tók Sorpstöð Rangárvallasýslu við sorphirðu í Rangárvallasýslu. Keyptir hafa verið tveir sorphirðubílar, annar sem sér um almenna sorphirðu en hinn mun sjá um að tæma gáma.

Á fyrstu mánuðum ársins 2018 verður þriðju tunnunni bætt við fyrir heimili í sýslunni en þar er um að ræða græna tunnu sem ætluð er fyrir plast. Græna tunnan verður tæmd samhliða tæmingu á bláu tunnunni fyrir pappír.

Gámaplan fyrir frístundahús er sunnan þjóðvegar nr. 1 við Landvegamót.

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er til húsa að Strönd, 851 Hella. Sími 487-5157 og netfang strond@rang.is.

Opið mánudaga til föstudaga milli klukkan 14 – 18 og laugardaga klukkan 11 – 15.