Atvinna, - skrifstofustjóri Bergrisans

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Bergrisinn bs. auglýsir eftir skrifstofustjóra í fullt starf. Skrifstofustjóri er ný staða hjá Bergrisanum og er tilkomin vegna aukinna umsvifa undanfarin ár ásamt auknum kröfum um uppbyggingu í málaflokki fatlaðs fólks. Með ráðningu skrifstofustjóra er verið að styrkja miðlæga stjórn Bergrisans ásamt því að stuðla að þverfaglegu samstarfi við stefnumótun og uppbyggingu þjónustuúrræða. Leitað er að reynslumiklum einstaklingi sem hefur góða hæfni í að vinna sjálfstætt og metnað til að móta nýja stöðu skrifstofustjóra. Starfið er án staðsetningar.

Bergrisinn bs. er byggðasamlag 13 sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Aðildarsveitarfélögin fela Bergrisanum skipulag og framkvæmd á þjónustu við fatlað fólk á starfssvæði Bergrisans. Hlutverk Bergrisans er að móta stefnu um þjónustu við fatlað fólk, veita ráðgjöf og hafa eftirlit með framkvæmd þjónustunnar og umsýslu þeirra fjármuna sem ætlaðir eru til rekstur málaflokksins. Meðal þeirra úrræða sem eru innan þjónustusvæða Bergrisans eru: VISS, vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi ásamt útibúum í Þorlákshöfn, á Hvolsvelli og Flúðum. Skammtímadvöl, heimili fyrir börn og fyrir 18 ára og eldri með fötlun, Sólheimar og Skaftholt.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur og stjórnsýsla Bergrisans, s.s. bókhald og laun, skýrslugerðir og úttektir
  • Fjárstýring, gerð fjárhagsáætlana og þátttaka í gerð ársreikninga
  • Eftirlit með innkomu tekna og yfirsýn yfir útgjöld
  • Eftirlit með fjárhag og rekstri þeirra þjónustuúrræða sem heyra undir Bergrisann
  • Stefnumótun í tengslum við þjónustuúrræði
  • Fjárhagsleg þátttaka í rekstri þjónustusamninga við einkaaðila
  • Stýring uppbyggingarverkefna

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi
  • Reynsla af fjárstýringu
  • Reynsla af gerð fjárhagsáætlana og skýrslugerð
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
  • Reynsla af gerð ársreikninga er kostur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar
  • Mjög góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öll hvött til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511-1225.