Atvinnuauglýsing

Þriðjudagur, 19. desember 2023

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.  á Stönd óskar eftir að ráða verkamann í flokkun og viðgerðir í 100 % starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka og flokkun á úrgangi
  • Móttaka og samskipti við viðskiptavini
  • Vinna við viðgerðir á bílum og tækjabúnaði
  • Tilfallandi akstur á vörubifreiðum
  • Geta til að vinna sjálfstætt

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meirapróf, C og CE réttindi
  • Vinnuvélaréttindi
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Próf í Bifvéla- eða Vélvirkjun æskilegt

Starfið er fjölbreytt og krefjandi og krefst skipulagshæfileika, þjónustulundar og áreiðanleika.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfið hentar öllum kynjum og eru áhugasöm hvött til að sækja um.

Laun eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2024

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. í síma 844 5252. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið einar@ry.is