Bílstjóri á sorphirðubíl

Miðvikudagur, 11. janúar 2023

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða bílstjóra í 100% starf. Um framtíðarstarf er að ræða.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Akstur sorpbifreiðar
  • Losun sorpíláta í dreifbýli
  • Önnur tilfallandi verkefni á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meirapróf, C
  • CE réttindi er kostur
  • Vinnuvélaréttindi er kostur
  • Getu til að vinna undir álagi

Starfið er fjölbreytt og reynir á skipulagshæfileika, þjónustulund og áreiðanleika.

Framundan eru spennandi tímar í snjallvæðingu í sorphirðu og er leitað að einstaklingi sem er opinn fyrir nýjungum og tilbúinn að taka þátt í þróun starfsins.

Starfið hentar öllum kynjum og eru áhugasöm hvött til að sækja um.

Laun eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2023.

 

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Rangárvallasýslu, í síma 844-5252. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar netfangið einar@ry.is