"Borgað þegar hent er"

Laugardagur, 14. janúar 2023
 
Kæru íbúar,
 
Um síðustu áramót tóku gildi ný lög er varða meðhöndlun úrgangs á Íslandi. Lögin gera ráð fyrir að "borga þegar hent er" og á það því að taka mið af þeim úrgangi sem heimili, einstaklingar og fyrirtæki skila af sér til úrvinnslu.
 
Sorpstöð Rangárvallasýslu hefur stigið fyrsta skrefið í þessa átt og vill nú bjóða íbúum svæðisins að fá 140 l ílát fyrir almennt sorp í stað hefðbundins 240 l íláts gegn lækkun sorphirðugjalds. Eftir sem áður er jafnframt hægt að fá stærra ílát eða 660l fyrir alla þrjá úrgangsflokkana. Sjá gjaldskrá. 
 
Hægt er að óska eftir breytingum á ílátastærðum á netfangið strond@rang.is og þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang viðkomandi.
 
A.T.H. Þeir sem eru með 120 l ílát fyrir lífrænt sorp fá ný 140 l ílát á næstu vikum, hefur engin áhrif á þá sem eru með 40l ílát. Sjá verð í gjaldskrá.