Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu kom saman til fundar þann 20. febrúar 2020 og undirritaði verksamning við Ingólf Rögnvaldsson frá Trésmiðju Ingólfs ehf um 2. áfanga við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Hellu. Fyrirtæki Ingólfs átti lægsta tilboð í verkið samtals kr. 32.585.507 en kostnaðaráætlun verksins hljóðaði uppá kr 38..331.646. Umsjón og eftirlit með verkinu af hálfu verkkaupa verður í höndum Ólafs Rúnarssonar aðstoðarmanns byggingarfulltrúa Rangárþings eystra og eldvarnaeftirlitsmanns Brunavarna Rangárvallasýslu bs. Um er að ræða fullnaðarfrágang við framtíðar slökkvistöð Brunavarna Rangárvallasýslu á Hellu. Á neðri hæð hússins verður tækjasalur auk snyrtiaðstöðu en á þeirri efri verður starfsmannarými auk skrifstofuaðstöðu. Heildarverklok eru 15. maí 2020.
Brunavarnir Rangárvallasýslu semja við Trésmiðju Ingólfs á Hellu
Fimmtudagur, 20. febrúar 2020