Forsetakosningar 27. júní 2020, framlagning kjörskrár og kjörstaður.

Föstudagur, 12. júní 2020

Kjörfundur vegna forsetakosninga verður haldinn í Ásgarði fyrir alla íbúa Ásahrepps.  Kjörfundur hefst laugardaginn 27. júní n.k. klukkan 11:00 og lýkur kl. 19:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd.

Kjörskrá fyrir Ásahrepp liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi frá 16. júní til kjördags á opnunartíma sem er á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 12:00 til 16:00.

Bent er á upplýsingavef  http://www.kosning.is en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Þar geta kjósendur einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefslóðinni: 

https://www.skra.is/thjonusta/einstaklingar/kjorskra-og-kosningarettur/

 

Hreppsnefnd Ásahrepps