Áherslumál sveitarfélaga um breytingar á tekjum og lagaumhverfi vegna orkuvinnslu
Samtök orkusveitarfélaga hafa verið undanfarið að vinna að stefnumótun er lýtur að breytingum á tekjum og lagaumhverfi vegna orkuvinnslu. Eftir að starfshópur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga hafði skilað af sér vinnu sinni var niðurstaða vinnunar tekin til afgreiðslu hjá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga.
Hreppsnefnd Ásahrepps tók málið fyrir á 11. fundi sínum og gerði eftirfarandi bókun:
Ríkisstjórn Íslands setti í stjórnarsáttmála sinn aðgerðir um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem grunnur er lagður að fullum orkuskiptum og að þeim verði náð eigi síðar en árið 2040.
Því er mikilvægt að ríkið meti stöðu á framleiðslu á raforku á Íslandi, áætli þörf til frekari framleiðslu og ákveði með hvaða móti og hvar skuli afla þeirrar orku út frá ýmsum þáttum svo sem umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum með Rammaáætlun eða öðru sambærilegu ferli.
Endurskoða þarf hverjar heimildir sveitarfélaga eigi að vera til gjaldtöku og eða álagningar gjalda og meta hvort leitast eigi við aðrar heimildir svo sem til skattaafslátta eða samfélagssjóða eða annað sem hefur efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélög, ágóða landeigenda, bætur til fasteignaeigenda í grennd vegna virðisminnkunar, tryggingar vegna umhverfisskaða á framkvæmdar- og rekstrartíma og vegna niðurrifs að rekstrartíma liðnum og fleira.
Arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu þarf að skiptast með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagaðilar við orkuvinnslu. Tryggja þarf með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti efnahagslegs ávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Það er sanngirnismál að orkuvinnslan skili sambærilegum tekjum í nærsamfélagið eins og öll önnur atvinnustarfssemi gerir. Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.
Nú hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt að fara í þessa vinnu og endurskoða lagaumhverfi varðandi skattheimtu og skiptingu arðs af nýtingu þessara náttúruauðlinda.
Ársreikningur sveitarsjóðs Ásahrepps fyrir rekstrarárið 2022.
Á 13. fundi hreppsnefnd Ásahrepps var ársreikningur sveitarsjóðas Ásahrepps fyrir rekstrarárið 2022 samþykktur eftir tvær umræður. Helstu lykiltölur samstæðureiknings 2022 í þúsundum króna eru:
REKSTRARREIKNINGUR
Rekstrartekjur: 480.013
Rekstrargjöld: -445.487
Afskriftir: -23.751
Fjármagnsgjöld: -5.709
Rekstrarniðurstaða jákvæð: 5.065
EFNAHAGSREIKNINGUR
Fastafjármunir: 465.178
Veltufjármunir: 248.773
Eignir samtals: 713.950
Eigið fé: 562.750
Skuldbindingar: 5.663
Langtímaskuldir: 77.609
Skammtímaskuldir: 67.928
Eigið fé og skuldir samtals: 713.950
Handbært fé í árslok: 142.370
Veltufjárhlutfall: 3,66
Eiginfjárhlutfall: 78,8%
Skuldahlutfall: 31,5%
Jafnvægisrégla - rekstrarjöfnuður: -52.550
Ársreikningur Ásaljóss fyrir rekstrarárið 2022
Hreppsnefnd samþykkti árreikning Ásaljóss fyrir rekstrarárið 2022 á 12. fundi sínum. Helstu kennitölur ársreikningsins eru:
REKSTRARREIKNINGUR
Rekstrartekjur: 5.875.414
Rekstrarkostnaður: 1.926.664
Afskriftir: 3.771.849
Fjármagnsgjöld: 296.086
Rekstrarniðurstaða: -119.185
EFNAHAGSREIKNINGUR
Eignir samtals: 76.040.603
Skuldir samtals: 6.674.422
Eigið fé samtals: 72.366.181
Eigið fé og skuldir samtals: 76.040.603
Handbært fé samtals: 3.894.060
Sorphreinsun – Vorhreinsun
Frá 24. maí til 23. júní 2023 mun Sorpstöð Rangárvallasýslu bjóða uppá að sækja járn og timbur heim á bæi í Rangárvallasýslu líkt og verið hefur undanfarin ár.
Til að fá heimsókn gámabíls þurfa íbúar með lögheimili í dreifbýli Rangárvallasýslu að senda tölvupóst á strond@rang.is og tilgreina kennitölu, heimilisfang, símanúmer þess sem tekur á móti gámabílnum og áætlað magn timburs eða járns.
Mikilvægt er að úrgangi sé safnað á stað þar sem gámabíllinn getur auðveldlega athafnað sig þegar úrgangur er sóttur. Íbúar sjá um að setja úrganginn á gámabílinn.
Pantanir þurfa að berast fyrir 24. maí 2023 og í kjölfarið verða íbúar upplýstir nánar hvaða daga gámabíllinn verður á hverju svæði.
Ekki verður tekið við pöntunum vegna hreinsunarinnar eftir 24. maí 2023 en hægt verður að fá heimsenda gáma, eftir sumarhreinsunina, samkvæmt gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu sem finna má á heimasíðum sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.
Nánari upplýsingar veitir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Sorpstöðvarinnar í síma 487 5157 eða á strond@rang.is.
Reglur um veitingu styrkja vegna tenginga veitna, lagningu slitlags á heimreiðar og uppsetningu ljósastaura.
Á 11. fundi sínum samþykkti hreppsnefnd Ásahrepps reglur um veitingu styrkja vegna tengingu veitna, lagningu slitlagas á heimreiðar og uppsetningu ljósastaura. Reglur þessar eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og er slóðin á reglurnar:
Samantekt styrkja í Ásahreppi 2023.doc (asahreppur.is)