17. júní hátiðarhöld
Þann 17. júní síðast liðinn var haldin hefðbundin þjóðhátíðarskemmtun í Ásabrekkuskógi. Dagskráin var hefðbundin. Fólk kom saman og maður er manns gaman. Einnig var andlitsmálning fyrir börnin, söngur og grillaðar pylsur og hamborgarar. Skógræktarfélag Rangæinga færði svæðinu veglegan setubekk að gjöf sem staðsettur verður í skógarreitnum.
Sumir hátíðargestir komu á staðinn á hestbaki.
Grillmatur og maður er manns gaman
Vegamál í Ásahreppi, lagfæringar og lagning slitlags á nýjar heimreiðar
Oddviti Ásahrepps og sveitarstjóri áttu fund með fulltrúum Vegagerðarinnar þann 22. júní s.l. þar sem farið var yfir þau verkefni sem Vegagerðin leggur áherslu á að ljúka nú í sumar. Um er að ræða lagfæringar á vegum og síðan einnig lagning bundins slitlags á nýjar heimreiðar. Framkvæmdatíminn sem verktaka er gefinn er frá 15. júlí – 15. september 2023.
Lagfæringar á vegum sem voru í útboði þessa árs hjá Vegagerðinni eru:
Þurrfræsing og styrking
- Ásmundarstaðavegur
- Króksvegur
- Heimreið að Áshól.
Búið er verið að sinna holuviðgerðum nú fyrr í sumar.
Athuga með ræsi í skurði með Ásvegi, nærri heimreið að Fákshólum.
Einnig stendur til að leggja bundið slitlag á eftirfarandi heimreiðar:
- Hestás
- Laufásvegur
- Hlíð
- Hrútur II
- Steinás
Aðrir heimreiðar sem eru til skoðunar en ekki komnar á þann stað að Vegagerðin geti samþykkt lagningu slitlags er:
- Áshamravegur
- Riddaraás (Riddaragarðsvegur)
Vegagerðin hefur samþykkt að girt verði beggja vegna Sumarliðabæarvegar frá þjóðvegi 1 að hreppamörkum. Verið er að útfæra verkið í samráði við landeiganda og aðra hagaðila.
Deiliskipulag iðnaðarsvæðis í Landi Lækjartúns II.
Unnið hefur verið tillaga að deiliskipulagi iðnaðarlóða í landi Lækjartúns II, norðan þjóðvegar 1 af landeiganda. Lögð hefur verið fram greinargerð og uppdráttur að svæðinu. Þetta er nýbreytni í skipulagningu iðnaðarlóða innan Ásahrepps og því nauðsynlegt fyrir íbúa að kynna sér málið vel. Hægt er að smella á krækjur hér fyrir neðan til að skoða bæði uppdrátt og greinargerð.