sunnudagur, 18. desember 2022
Vegna slæmrar veðurspár hefur verið tekin ákvörðun um að fresta upplýsingafundi um félagsþjónustu og félagsstarf eldri borgara sem halda átti mánudaginn 19. desember n.k. að Laugalandi.
Fundinum er frestað um óákveðinn tíma. Nýtt fundarboð verður sent út þegar ákveðinn hefur verið nýr fundartími.