Svæðisskipulag Suðurhálendis

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendi til ársins 2042, ásamt umhverfisskýrslu, hefur verið birt til kynningar og athugasemda í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is).  Slóð inn á gáttina er: https://www.skipulagsgatt.is/issues/862

Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila rafrænt í skipulagsgáttina til og með 14. janúar 2024.

Í tillögunni er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi sem er fylgirit svæðisskipulagsins.

Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu.

Auglýsing tillögunnar og tilheyrandi umhverfismatsskýrslu er á grundvelli 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Nánari upplýsingar um Svæðisskipulag Suðurhálendis er að finna á vefsíðunni sass.is.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis