Mánudagur, 12. desember 2022
Hreppsnefnd Ásahrepps býður öllum íbúum Ásahrepps til upplýsingafundar að Laugalandi í Holtum, matsal.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 19. desember 2022 og hefst klukkan 16:00.
Á fundinum munu halda fræðsluerindi:
- Fulltrúi Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu sem kynnir starf Félagsþjónustunnar og þá þjónustu sem stendur eldri borgurum boða.
- Fulltrúi FEBRANG (Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu) sem kynnir starfsemi félagsins.
- Fulltrúi Laugalandsskóla sem kynnir verkefni um tæknifræðslu.
Síðan geta fundarmenn komið með fyrirspurnir eftir framsögur og átt gott samtal um málefni eldri borgara í sveitarfélaginu. Kaffi og meðlæti verður í boði á fundinum.
Allir íbúar Ásahrepps eru hvattir til að mæta á fundinn til að fræðast og hafa huggulega samverustund, þá sérstaklega íbúar sem eru 60 ára og eldri.
Með bestu kveðju,
Ísleifur Jónasson
oddviti Ásahrepps