Uppsetning snjallmæla að hefjast

Mánudagur, 17. nóvember 2025

Uppsetning snjallmæla að hefjast

Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps vinnur nú að snjallmælavæðingu.

Á næstu dögum verður byrjað á uppsetningu mæla hjá stærri notendum á borð við fyrirtæki, stærri bú og gististaði á starfssvæði vatnsveitunnar.

Eftir uppsetningu mælanna verður tilkynnt hvenær innheimta hefst samkvæmt snjallmælingum.

Haft verður samband við viðkomandi aðila með símtali áður en starfsfólk mætir á staðinn.

Vatnsveitan vonast eftir góðri samvinnu við notendur við undirbúning vinnunnar.

Frekari upplýsingar veita starfsmenn Rangárþings ytra í síma 4875284