Íbúafundur 30. nóvember 2023

Íbúafundur 30. nóvember 2023

Fimmtudagur, 30. nóvember 2023 - 18:00 to 20:00

Ágætu íbúar Ásahrepps og aðrir hagsmunaaðilar.

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar, sem haldinn verður að Laugalandi (matsal) fimmtudaginn 30. nóvember 2023 og hefst fundurinn klukkan 18:00.

Dagskrá fundarins:

  • Fjárhagsáætlun Ásahrepps 2024-2027 og fjárfestingar næsta árs
  • Tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum
  • Álagning gjalda árið 2024 og breytingar á styrkjum sveitarfélagsins
  • Átak í eflingu heislu og félagslegrar virkni íbúa 60 ára og eldri
  • Framtíð félagsheimilisins Ásgarðs
  • Skipulagsmál
  • Staða í sameiningarmálum sveitarfélaga

Í boði verður fundarkaffi.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér málin sem eru á dagskrá og taka þátt í umræðunni um framtíðarverkefni sveitarfélagsins.

 

Hreppsnefnd Ásahrepps

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.