Ársreikningur Ásahrepps 2024.
Á fundi hreppsnefndar Ásahrepps, sem haldinn var 7. maí s.l., var ársreikningur Ásahrepps fyrir rekstrarárið 2024 lagður fram til síðari umræðu og staðfestur. Helstu lykiltölur samstæðureiknings eru í þúsundum króna:
REKSTRARREIKNINGUR:
Rekstrartekjur: 697.992
Rekstrargjöld: -507.879
Afskriftir: -23.113
Fjármagnsgjöld: 7.302
Rekstrarniðurstaða jákvæð: 174.302
EFNAHAGSREIKNINGUR:
Fastafjármunir: 492.546
Veltufjármunir: 463.936
Eignir samtals: 956.482
Eigið fé: 786.128
Skuldbindingar: 7.211
Langtímaskuldir: 81.877
Skammtímaskuldir: 81.266
Eigið fé og skuldir samtals: 956.482
Handbært fé í árslok: 331.041
HELSTU LYKILTÖLUR:
Veltufjárhlutfall: 5,71
Eiginfjárhlutfall: 82,2%
Skuldahlutfall: 24,4%
Jafnvægisregla - rekstrarjöfnuður: 227.470
Rekstur Ásahrepps gekk vel á síðasta ári og eru allar lykiltölur sem staðfestir góða og sterka rekstarstöðu sveitarfélagsins.
Samningur við Landsnet um efnisnám á Holtamannaafrétti.
Ásahreppsur og Landsnet hafa undirritað samning við Landsnet um efnisnám á Holtamannaafrétti. Um er að ræða samhljóða samkomulag og gert hafði verið við Landsvirkjun fyrr á þessu ári. Nú í sumar hyggst Landsnet fara í efnistöku á svæðinu en efnið verður nýtt til til fylla undir og að undirstöðum nýs tengivirkishúss ásamt fyllingu í plön á lóð Landsnets við Sigöldu.
Kristín Ósk Ómarsdóttir ráðin leikskólastjóri Leikskólans á Laugalandi.
Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra og Kristín Ósk Ómarsdóttir handsala ráðninguna.
Kristín Ósk Ómarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Leikskólans á Laugalandi. Starfið var auglýst fyrr í vor í kjölfar þess að Sigrún Björk Benediktsdóttir sagði starfi sínu lausu eftir langan og farsælan feril, en hún lætur af störfum vegna aldurs.
Kristín þekkir vel til á leikskólanum en hún hefur starfað þar með hléum frá árinu 2017 og starfar þar í dag sem deildarstjóri, staðgengill leikskólastjóra og staðgengill umsjónarmanns sérkennslu. Hún mun taka við stöðu leikskólastjóra 5. ágúst næstkomandi.
Kristín hlaut B.A. gráðu í félagsráðgjöf árið 2005, M.A. gráðu í félagsráðgjöf árið 2016 og M.ed. gráðu í menntunarfræði leikskóla árið 2020. Auk þess hefur hún lokið bókhalds- og rekstrarnámi, lokið 30 ECTS í lýðheilsu- og kennslufræðum og viðbótardiplóma í farsæld barna.
Enn fremur hefur Kristín lokið fjölda námskeiða sem snúa að leikskólakennslu, þ. á m. námskeiði í jákvæðum aga, TRAS-málþroskaskráningu, atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik, HLJÓM-2 auk fjölda annarra.
Kristín Ósk býr á Sjónarhóli í Ásahreppi ásamt fjölskyldu sinni.
Við óskum Kristínu til hamingju með ráðninguna og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.