Allar fréttir

Fimmtudagur, 27. nóvember 2025

AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð og Flóahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

Mánudagur, 24. nóvember 2025

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 14. desember n.k frá kl. 12-15  í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu er um að ræða stafafuru.  Við verðum að auki með á plani tilhöggið greni og furu.  Óski fólk efir að koma og velja sér sjálft greni er hægt að hafa samband og finnum út úr því.  Sem fyrr er hægt að panta tré og er afhending eftir samkomulagi.

Nú verðum við einnig með tröpputré og borðtré til sölu.

Mánudagur, 24. nóvember 2025

Það verður guðsþjónusta í Kálfholti næstkomandi sunnudag, 30.nóvember kl.17.00. 

Glódís Guðmundsdóttir stjórnar kórnum og Sóldís Lilja syngur einsöng og Guðný Lilja spilar á fiðlu. 

Kaffi og með því eftir messu. 

Verið öll hjartanlega velkomin. 

 

Mánudagur, 17. nóvember 2025

Uppsetning snjallmæla að hefjast

Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps vinnur nú að snjallmælavæðingu.

Fimmtudagur, 30. október 2025

Sveitarstjórn Rangárþings ytra og hreppsnefnd Ásahrepps hafa samþykkt nýja, sameiginlega málstefnu. Markmið stefnunnar er að festa í sessi íslensku sem vandað og skýrt opinbert mál í allri þjónustu og stjórnsýslu.

Stefnan leggur áherslu á að íslenska sé meginsamskiptamál í starfsemi sveitarfélaganna. Allt starfsfólk skal leggja sig fram um að nota vandað mál og íslensk heiti stofnana og örnefna skulu ávallt vera í forgrunni.

Miðvikudagur, 29. október 2025

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 14:00 verður guðsþjónusta í Skarðskirkju.

Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson prófastur setur Sr. Gunnbjörgu Óladóttur í embætti héraðsprests með sérþjónustu við Fellsmúlaprestakall. Kórar sóknarkirknanna, Árbæjarkirkju, Hagakirkju, Kálfholtskirkju, Marteinstungukirkju og Skarðskirkju leiða söng undir stjórn organistanna Glódísar M. Guðmundsdóttur, Hannesar Birgis Hannessonar og Kristínar Sigfúsdóttur. Kaffiveitingar verða í Brúarlundi að athöfn lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Mánudagur, 20. október 2025

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð miðvikudaginn 22. október 2025.

Mánudagur, 20. október 2025

Á 44. fundi hreppsnefnd Ásahrepps var tekin ákvörðun um að veita þrjá styrki til verkefna vegna viðhalds og lagningu nýrra útivistarstíga í sveitarfélaginu.  Um er að ræða eftirfarandi verkefni:

Þriðjudagur, 14. október 2025

Við söfnumst saman til messuhalds í Kálfholtskirkju á sunnudaginn kemur, 19.október sem er dagur heilbrigðisþjónustunnar. 

Messan hefst kl.14.00 og við syngjum við undirleik Glódísar Gunnarsdóttur og með aðstoð kórsins, hlýðum á forna teksta  Biblíunnar og leitum að merkingu þeirra í predikun nýja héraðsprestsins Gunnbjargar Óladóttur og síðast en ekki síst beinum við huganum til Guðs í bæn.  Öll hjartanlega velkomin. 

 

Pages