Við söfnumst saman til messuhalds í Kálfholtskirkju á sunnudaginn kemur, 19.október sem er dagur heilbrigðisþjónustunnar.
Messan hefst kl.14.00 og við syngjum við undirleik Glódísar Gunnarsdóttur og með aðstoð kórsins, hlýðum á forna teksta Biblíunnar og leitum að merkingu þeirra í predikun nýja héraðsprestsins Gunnbjargar Óladóttur og síðast en ekki síst beinum við huganum til Guðs í bæn. Öll hjartanlega velkomin.
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. leitar eftir sérfræðing í skipulagsmálum. Undir embættið heyra skipulags-, seyru- og byggingarmál sex sveitarfélaga. Við leitum af einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á skipulagsmálum. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, ábyrgur og með góða skipulagshæfni ásamt lipurð í mannlegum samskiptum.