Allar fréttir

Mánudagur, 30. júní 2025

Vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur reiðleið um norðanverðan hluta Skarðsfjalls verið lokað. Lokunin er nauðsynleg vegna jarðvinnu og mannvirkjagerðar á framkvæmdasvæði virkjunarinnar og er ætlað að tryggja öryggi bæði vegfarenda og starfsfólks á svæðinu.

Reiðleiðin, sem um árabil hefur verið nýtt af hestamönnum og öðrum ferðalöngum, liggur nú í gegnum svæði þar sem framkvæmdir eru í fullum gangi. Af öryggisástæðum er því óhjákvæmilegt að loka leiðinni tímabundið á meðan á framkvæmdum stendur.

Mánudagur, 30. júní 2025

Mánudagur, 30. júní 2025

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 7. júlí 2024 og til og með 8. ágúst 2025.

Miðvikudagur, 18. júní 2025

Samningur við Syndis um öryggisvöktun upplýsingakerfa.
Ásahreppur hefur gert samning við Syndis um öryggis- og tölvuvöktun á upplýsingakerfum sveitarfélagsins.  Samningurinn byggir á rammasamningi sem Syndis og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert, sem tryggja á betur alla öryggisvöktun tölvukerfa sveitarfélaga.

Þriðjudagur, 10. júní 2025

Kerra full af sorpi? Kynntu þér reglurnar

Ætlarðu að taka aðeins til og fylla kerru af sorpi og koma með á móttökustöðina á Strönd? Ekkert mál, en fyrst þarf að huga að nokkrum mikilvægum atriðum:

Miðvikudagur, 28. maí 2025

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur

Samkvæmt 41. og 43. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:

Þriðjudagur, 27. maí 2025

Árlegur samráðsfundur sveitarfélaganna verður haldinn í matsal Laugalandsskóla þriðjudaginn 10. júní kl. 16:30.

Pages