Allar fréttir

Fimmtudagur, 6. febrúar 2025

Móttökustöðin á Strönd verður lokuð í dag vegna veðurs. Ekki er útlit fyrir að veður gangi almennilega niður fyrr en um 15:00 í dag skv. veðurspá og er vindhæð þannig á Strönd núna að erfitt er að athafna sig á svæðinu.

Kveðja

Fimmtudagur, 30. janúar 2025

Hægt er að skoða auglýsinguna á heimasíðu UTU https://www.utu.is/ en um er að ræða mál í Ásahreppi, Flóahreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Einnig er hægt að nýta  hlekk/tengingu við síðu UTUr: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-birt-30-januar-2025/

Fimmtudagur, 30. janúar 2025

Vilt þú eiga þátt í mótun og innleiðingu farsældar barna?

Langi þig að vinna í lifandi umhverfi að mikilvægum og fjölbreyttum verkefnum sem auka lífsgæði í samfélaginu á Suðurlandi, þá er þetta starfið fyrir þig.

Við leitum að jákvæðum og skipulögðum verkefnisstjóra sem á auðvelt með samskipti við ólíka aðila.

Mánudagur, 27. janúar 2025

Laugardagur, 18. janúar 2025

Skrifstofa Ásahrepps er flutt í nýtt húsnæði, þ.e. neðri hæð skólastjórabústaðar (kjallara).  Ný deild leikskólans á Laugalandi fær eldra húsnæði skrifstofu Ásahrepps.  Verið er að hefja framkvæmdir við breytingu á þeirri aðstöðu þannig að hún nýtist fyrir eina deild leikskólans.

Myndir af aðkomu að skrifstofu Ásahrepps

Miðvikudagur, 15. janúar 2025

 

 

 

Laugardagur, 11. janúar 2025

Málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Sú staða hefur reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hefur skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann gríðarlega fjölda ferðamanna sem fer um svæðið.

Laugardagur, 11. janúar 2025

Hér fyrir neðani er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 9. janúar í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Flóahreppi og Hrunamannahreppi og auglýsingin þarf að birtast á viðeigandi heimasíðum.

Föstudagur, 20. desember 2024

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð á Þorláksmessu, 23. desember 2024.

Ef erindi er brýnt þá er hægt að hafa samband við sveitarstjóra í síma 897-0890 eða senda tölvupóst á valtyr@asarheppur.is

 

Föstudagur, 20. desember 2024

Pages