Allar fréttir

Miðvikudagur, 8. desember 2021

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 12. desember n.k frá kl. 12-15  í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu er um að ræða stafafuru.  Við verðum að auki með á plani tilhöggið greni og furu.  Óski fólk efir að koma og velja sér sjálft greni er hægt að hafa samband og finnum út úr því.  Sem fyrr er hægt að panta tré og er afhending eftir samkomulagi.

Miðvikudagur, 8. desember 2021

Þann 1. janúar n.k. hefst aðgangsstýring og gjaldtaka á móttökustöð á Strönd  Er það gert til að auka flokkun úrgangs og stýra aðgengi að móttökustöðinni.

Sorpstöð Rangæinga hefur sent út fréttatilkynningu þessu til kynningar og útskýringa.  Með að smella á krækjuna hér á eftir má sjá kynningu á breyttu fyrirkomulagi  í heild sinni.  

Fasteignaeigendur í Rangárvallasýslu athugið!

Miðvikudagur, 24. nóvember 2021

Þriðjudagur, 16. nóvember 2021

Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur veitt sveitarfélögum heimild til að halda fundi sína í fjarfundarbúnaði og tók sú heimild gildi í gær þann 15. nóvmeber 2021.  Vegna stöðu heimsfaraldurs COVID-19 þá mun 48. fundur hreppsnefndar Ásahrepps, sem haldinn verður á morgun 17. nóvember 2021, fara fram í fjarfundarbúnaði.

Laugardagur, 13. nóvember 2021

48. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 17. nóvember n.k.  Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi og hefst klukkan 8:30

Dagskrá fundarins má lesa með því að smella á krækjuna:  48. fundur hreppsnefndar

Miðvikudagur, 3. nóvember 2021

Til að sjá auglýsinguna er hægt að fara á heimasíðu UTU með því að smella á krækjuna: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar

eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-3-november-2021/

 

Mánudagur, 1. nóvember 2021

Ágætu íbúar Ásahrepps og aðrir hagsmunaaðilar.

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar, sem haldinn verður að Laugalandi (matsal) fimmtudaginn 4. nóvember 2021 klukkan 18:30 – 20:30 þar sem tillaga um endurskoðað aðalskipulag Ásahrepps verður kynnt.  Einnig verður á dagskrá umræða um framtíð samkomuhússins Ásgarðs í Ási.

Markmið fundarins er að eiga samtal við íbúa Ásahrepps og aðra hagsmunaaðila áður en aðalskipulagstillagan verður sett í almenna kynningu.  Einnig er ætlunin að heyra skoðun íbúa Ásahrepps um framtíð samkomuhússins Ásgarðs í Ási.

Mánudagur, 1. nóvember 2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána.

Sjá fréttatilkynningu með að smella á krækjuna:  Auglýsing

Miðvikudagur, 20. október 2021

Laus er til umsóknar 100% staða sálfræðings frá 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

Til að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna:  Auglýsing Skólaþjónustunnar.

Miðvikudagur, 20. október 2021

Pages