Á fundi hreppsnefndar Ásahrepps, sem haldinn var 7. maí s.l., var ársreikningur Ásahrepps fyrir rekstrarárið 2024 lagður fram til síðari umræðu og staðfestur. Helstu lykiltölur samstæðureiknings eru í þúsundum króna:
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir verktaka til að sinna hlutverki verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er að áhugasömum og sjálfstæðum starfsmanni með reynslu af verkefnastjórnun sem býr yfir metnaði og sýnir frumkvæði í starfi. Litið er á verkefnið sem tímabundið til eins árs í verktöku með möguleika á framhaldi. Á svæði Félags- og Skólaþjónustunnar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar.