Allar fréttir

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendi til ársins 2042, ásamt umhverfisskýrslu, hefur verið birt til kynningar og athugasemda í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is).  Slóð inn á gáttina er: https://www.skipulagsgatt.is/issues/862

Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila rafrænt í skipulagsgáttina til og með 14. janúar 2024.

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Bergrisinn bs. auglýsir eftir skrifstofustjóra í fullt starf. Skrifstofustjóri er ný staða hjá Bergrisanum og er tilkomin vegna aukinna umsvifa undanfarin ár ásamt auknum kröfum um uppbyggingu í málaflokki fatlaðs fólks. Með ráðningu skrifstofustjóra er verið að styrkja miðlæga stjórn Bergrisans ásamt því að stuðla að þverfaglegu samstarfi við stefnumótun og uppbyggingu þjónustuúrræða. Leitað er að reynslumiklum einstaklingi sem hefur góða hæfni í að vinna sjálfstætt og metnað til að móta nýja stöðu skrifstofustjóra. Starfið er án staðsetningar.

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Aðventuguðsþjónusta verður 1. sd. í aðventu 3. des. kl. 17.00.

Kórinn syngur aðventu- og jólasálma og ljósin látin njóta sín. Fermingarbörnin taka virkan þátt í athöfninni. Jólahressing að athöfn lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fimmtudagur, 23. nóvember 2023

Til að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-sem-birtist-23-november-2023/

Hvert mál hefur með sér hlekk á skipulagsgögn (þ.e. lýsingu, uppdrátt, greinargerð o.s.frv.).

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Laugardagur, 11. nóvember 2023

19. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember 2023 á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundar

Mánudagur, 30. október 2023

Það verður guðsþjónusta í Kálfholtskirkju næsta sunnudag 5. nóvember, kl. 14.00. Kórinn syngur við undirleik Eyrúnar organista. Fermingarbörn vorsins og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin.

Sr. Halldóra

 

Mánudagur, 16. október 2023

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í félagsþjónustudeild. Um er að ræða  50-100% starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu sem annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns.

Mánudagur, 16. október 2023

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf þroskaþjálfa og/eða félagsráðgjafa í málaflokk fatlaðs fólks. Um er að ræða 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu sem annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns.

Föstudagur, 13. október 2023

18. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 18. október á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá 18. fundar

Miðvikudagur, 11. október 2023

Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ásahreppur vinna nú saman að Heilsueflingu íbúa í sýslunni. Eitt af þeim verkefnum sem sveitarfélögin  ætla að gera er greiningarvinna og átak til að innleiða heilsueflandi aðgerðir í sveitarfélaginu.

Frá því í haust hefur starfshópur um innleiðingu Heilsueflandi Rangárvallasýslu unnið að verkefninu. Nú óskar starfshópurinn eftir hugmyndum frá íbúum að heilsueflandi verkefnum fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig eða á sýsluvísu. Allar hugmyndir eru vel þegnar og munið að allar hugmyndir eiga rétt á sér.

Pages