Allar fréttir

Mánudagur, 22. apríl 2024

Hér er að finna tengil á íbúafund Ásahrepps, fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta til fundar að Laugalandi, en geta verið með á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Til að tengjast fundinum þá smelltu á tengilinn hér fyrir neðan:

Miðvikudagur, 17. apríl 2024

Hugmyndir um viðhald og nýtingu húsnæðis að Laugalandi

Miðvikudagur, 17. apríl 2024

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar um mögulegar viðræður um sameiningu við nágrannasveitarfélag eða -sveitarfélög. Tilgangur fundarins er að gefa íbúum færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og upplýsa þá um ferli sameiningarviðræðna ef til þeirra kemur.  Eins og fram kemur í dagskrá fundar, þá mun verða unnið í hópum á fundinum til að auðvelda fundarmönnum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Fundurinn verður haldinn í matsal Laugalandsskóla þann 22. apríl nk. kl. 17:00.

Dagskrá:

Föstudagur, 12. apríl 2024

25. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahepps að Laugalandi miðvikudaginn 17. apríl 2024.  Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundar

Miðvikudagur, 10. apríl 2024

Miðvikudagur, 3. apríl 2024

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl n.k í Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8.  Fundurinn hefst kl. 19:00.

Dagskrá: 
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3.  Kjartan Benediktsson verður með fræðsluerindi í máli og myndum um belgjurtir.

Veitingar í boði félagsins.  Fundurinn er öllum opinn.

Stjórnin.

Mánudagur, 25. March 2024

Hátíðarguðsþjónusta verður í Kálfholtskirkju á annan í páskum, 1. apríl, kl. 14.00.

Velkomin í kirkju!

Sr. Halldóra

 

Föstudagur, 15. March 2024

24. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagins á Laugalandi, miðvikudaginn 20. mars 2024.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundar

Föstudagur, 16. febrúar 2024

23. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundarins

 

Mánudagur, 12. febrúar 2024

Það verður guðsþjónusta í Kálfholtskirkju næsta sunnudag 18. febrúar, kl. 15.00.

Kórinn syngur við undirleik Eyrúnar organista og fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra boðin sérstaklega velkomin.

Sr. Halldóra

Pages