Fréttapunktar af vettvangi Ásahrepps, febrúar 2025

Miðvikudagur, 19. febrúar 2025

Ákvörðun um álagningu útsvars, gjalda og gjaldskrár 2025

Hægt er að nálgast upplýsingar um álagningu gjalda á árinu 2025 á heimasíðu Ásahrepps.  Krækja á þessar upplýsingar er: Gjaldskrár

Álagningarhlutfall útsvars er óbreytt frá síðasta ári sem og álagningarhlutfall fasteignaskatts.

 

Fjárhagsáætlun 2025 – 2028

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti í desember s.l. fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið árin 2025 – 2028.  Helstu kennitölur áætlunar fyrir árið 2025 eru (í þús. kr.):

Tekjur: 636.562

Gjöld: 500.593

Afskriftir: 28.463

Fármagnstekjur: 6.748

Rekstrarniðurstaða jákvæð: 101.229

 

Fastafjármunir: 626.658

Veltufjármunir: 388.630

Eigir samtals: 1.015.289

 

Eigið fé: 827.352

Skuldbindingar: 8.068

Langtímaskuldir: 93.781

Skammtímaskuldir: 86.087

Eigið fé og skuldir samtals: 1.015.289

 

Gert er ráð fyrir eftirfarandi fjárfestingum á árinu 2025 (í þús. kr.): 107.392

 

Gatnagerð: 15.000

Götulýsing og viðhaldsverkefni Laugalandi: 10.000

Göngu-, reiðhjóla- og reiðstígagerð: 50.000

Eignir hjá Eignasjóði, Ásgarður m.m: 15.000

 

Fjárfestingar samstarfsverkefna A-hluta:

 Félags- og skólaþjónusta: 284

 UTU: 1.499

 Tónlistarskóli: 352

 Brunavarnir Rangárvallasýslu bs: 6.652

 

Fjárfestingar samstarfsverkefna B-hluta:

 Sorpstöðin / Vatnsveita: 8.605

 

Samtals fjárfesting: 107.392

 

Hægt er að skoða fjárhagsáætlun Ásahrepps á heimasíðu Ásahrepps með því að smella á krækjuna: Fjárhagsáætlun 2025-2028

 

Íþrótta- og fjölmenningarfulltrúi

Á 33. fundi hreppsnefndar Ásahrepps var tekin sú ákvörðun að taka þátt í ráðningu verkefnastjóra íþótta og fjölmenningarmála með Rangárþingi ytra.  Jóhann G. Jóhannsson hefur verið ráðinni í starfið.  Viðauki verður gerður við þjónustusamning milli Ásahrepps og Rangárþings ytra þar sem þetta verkefni bætist við þau þjónustuverkefni sem áður hefur verið samið um milli sveitarfélaganna.

Helstu verkefni verkefnastjóra eru:

·    Yfirumsjón með íþrótta- og tómstundamálum og samræming í samstarfi við stofnanir þeirra og félög sem starfa á þessu sviði.

·    Tengiliður við félög innan sveitarfélaganna, svo sem ungmenna- og íþróttafélög, félög eldri borgara og gönguhópa

·    Stuðningur og ráðgjöf við félög sem hafa með höndum skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, svo sem hvað varðar stefnumótun, skipulag og framboð á slíku starfi.

·    Sér um innleiðingu og verkefnastjórn fjölmenningarmála sveitarfélagsins

·    Tekur þátt í tillögugerð vegna aðgerða í fjölmenningarmálum

·    Vinnur með móttökuáætlun vegna nýrra íbúa

·    Er tengiliður og ráðgjafi fjölmenningar

·    Verkefnastjórn vegna heilsueflandi samfélags

·    Tengiliður við verkefnið „Heilsueflandi Rangárvallarsýsla“

·    Umsjón með stefnumótun á sviði heilsueflingar og eftirfylgni

·    Tengiliður við Landlæknisembættið vegna samninga um heilsueflandi samfélög

·    Tillögugerð um heilsueflandi aðgerðir/verkefni, kostnaðarmat og utanumhald um kostnað

·    Stýring einstakra heilsueflandi verkefna. Samstarf við áhaldahús/framkvæmdasvið um útfærslu og verklegar framkvæmdir og aðkoma að slíku

·    Ráðgjöf, – upplýsingamiðlun og skýrslugerð vegna verkefna starfsmannsins

·    Tengiliður félaga sem hafa með höndum skipulag íþróttastarf við forstöðumann íþróttamannvirkja vegna stundataflna íþróttamannvirkja og hefur umsjón með samningagerð sveitarfélagsins við félögin.

·    Hefur umsjón með og samræmir allt forvarnarstarf, einkum sem snýr að börnum og ungmennum

·    Ábyrgð á vinnuskóla sveitarfélagsins í samstarfi við Þjónustumiðstöð

·    Ber ábyrgð á starfssemi félagsmiðstöðva

·    Starfsmaður heilsu,- íþrótta- og tómstundanefndar, ungmennaráðs og stýrihóps Heilsueflandi samfélags.

·    Aðkoma að fjárhagsáætlanagerð og eftirfylgni vegna þeirra verkefna sem undir hann heyra

·    Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur starfsmanninum og samræmast verksvið hans.

 

Heilsugæsla

Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um mönnun lækna við heilsugæslu Rangárvallasýslu.  Fundir hafa verið haldnir með stjórnendum HSu vegna þessa mönnunarvanda og þjónustu við íbúa sýslunnar.  Stjórn HSu hefur síðustu mánuði verið að leita leiða til að leysa þennan vanda.

Um þessar mundir er læknisþjónusta á heilsugæslunni í Rangárþingi tryggð með afleysingalæknum. Jafnframt í gegnum samstarf við norska ráðningastofu, sem sérhæfa sig í ráðningu lækna, munu tveir læknar hefja störf í Rangárþingi fljótlega og er sá fyrsti væntanlegur í byrjun mars. Þetta mun tryggja aukinn stöðugleika í læknamönnun á svæðinu. Lögð er áherslu á að tryggja læknisþjónustu með tveimur til þremur læknum á virkum dögum og einum lækni á bakvakt eftir lokun og um helgar. Þá starfa á svæðinu hópur hæfra hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk sem veitir almenna hjúkrunarþjónustu og bráðaviðbragð sjúkraflutninga er til staðar allan sólarhringinn.

Fyrirhugaður er fundur fulltrúa sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu með stjórnendum HSu föstudaginn 20. febrúar n.k. en þar verður til umfjöllunar staða mála.

 

Almannavarnir

Þann 16. desember 2024 var haldinn fundur hjá almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu þar sem samþykkt var stjórnskipulag aðgerðarstjórnar í umdæmi lögreglustjórans á Suðuralndi.  Stjórnskipulagsáætlunin var unnin af Lögreglustjóranum á Suðurlandi, Ríkislögreglustjóra, Almannavarnarnefnd Árnessýslu, Almannavarnanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Almannavarnanefnd Hornafjarðar.  Stjórnskipulagsáætlun fyrir aðgerðarstjórn á Suðurlandi segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.  Hún nær yfir allar almannavarnaraðgerðir og aðrar aðgerðir í umdæminu.

Á fundinum var jafnframt samþykkt atviksáætlun hópslysa á Suðurlandi sem unnin er af Lögreglustjóranum á Suðurlandi, Almannavarnanefnd Árnessýslu, Almannavarnanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Almannavarnanefnd Hornafjarðar.

Atviks- / viðbragðsáæltun þessi er lifandi skjal sem verður uppfært í samræmi við þróun og breytingar eins og nauðsynlegt er út frá aðstæðum á hverjum tíma í samstarfi við vikomandi einingar.

Til stendur að snemma á þessu ári verði lokið við atviksáætlanir fyrir gos í Kötlu í Mýrdalsjökli og fyrir gos í Heklu.

 

Verksamningar vegna snjómoksturs

Eftir útboð á snjómokstri hefur verið samið við fjóra verktaka til að sinna snjómokstri á héraðs-, tengivegum og heimreiðumí Ásahreppi og Rangárþingi ytra fyrir tímabilið 2024 - 2027.  Svæðinu var skipt í 4 svæði:

Svæði 1: Sunnan þjóðvegar nr. 1 milli Þjórsár og Ytri-Rangár.
Svæði 2: Norðan þjóðvegar nr. 1 milli Þjórsár og Ytri Rangár.
Svæði 3: Sunnan þjóðvegar nr. 1 milli Ytri- og Eystri Rangáa.
Svæði 4: Norðan þjóðvegar nr. 1 milli Ytri- og Eystri Rangáa

Það eru tveir verktakar sem sinna snjómokstri í Ásahreppi en þeir eru Nautás ehf og Jökultak ehf.  Jökultak ehf mun sinna snjómokstri á svæði 1 en Nautás ehf á svæði 2.  Á svæði 3 mun Þorgeir Þórðarson sinna snjómokstri en Annir ehf á svæði 4.

Bent er á að Rangárþing ytra sér um daglega umsjón með verkefninu skv. þjónustusamningi sveitarfélaganna, þannig að ef íbúar Ásahrepps þurfa að hafa samband vegna snjómoksturs er bent á síma þjónustumiðstöðvar Rangárþing ytra, 487-5284.