Allar fréttir

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Aðventuguðsþjónusta verður 1. sd. í aðventu 3. des. kl. 17.00.

Kórinn syngur aðventu- og jólasálma og ljósin látin njóta sín. Fermingarbörnin taka virkan þátt í athöfninni. Jólahressing að athöfn lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fimmtudagur, 23. nóvember 2023

Til að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-sem-birtist-23-november-2023/

Hvert mál hefur með sér hlekk á skipulagsgögn (þ.e. lýsingu, uppdrátt, greinargerð o.s.frv.).

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Laugardagur, 11. nóvember 2023

19. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember 2023 á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundar

Mánudagur, 30. október 2023

Það verður guðsþjónusta í Kálfholtskirkju næsta sunnudag 5. nóvember, kl. 14.00. Kórinn syngur við undirleik Eyrúnar organista. Fermingarbörn vorsins og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin.

Sr. Halldóra

 

Mánudagur, 16. október 2023

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf þroskaþjálfa og/eða félagsráðgjafa í málaflokk fatlaðs fólks. Um er að ræða 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu sem annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns.

Mánudagur, 16. október 2023

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í félagsþjónustudeild. Um er að ræða  50-100% starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu sem annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns.

Föstudagur, 13. október 2023

18. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 18. október á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá 18. fundar

Miðvikudagur, 11. október 2023

Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ásahreppur vinna nú saman að Heilsueflingu íbúa í sýslunni. Eitt af þeim verkefnum sem sveitarfélögin  ætla að gera er greiningarvinna og átak til að innleiða heilsueflandi aðgerðir í sveitarfélaginu.

Frá því í haust hefur starfshópur um innleiðingu Heilsueflandi Rangárvallasýslu unnið að verkefninu. Nú óskar starfshópurinn eftir hugmyndum frá íbúum að heilsueflandi verkefnum fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig eða á sýsluvísu. Allar hugmyndir eru vel þegnar og munið að allar hugmyndir eiga rétt á sér.

Fimmtudagur, 5. október 2023

Kosningar í Póllandi verða haldnar 15. október nk. Af því tilefni hefur pólska sendiráðið ákveðið að bjóða upp á kjörstað í Vík. (Polski ponizej)

Miðvikudagur, 27. september 2023

Pages