Allar fréttir

Föstudagur, 19. janúar 2024

Sunnudaginn 21. janúar fer fram Uppskeruhátíð Æskunnar og verður hátíðin haldin í Hvolnum á Hvolsvelli og hefst kl. 17:00.

Öll pollar, börn og unglingar ásamt foreldrum og aðstandendum sem tekið hafa þátt í starfinu síðastliðið ár eru hvött til þess að mæta.

Veittar verða viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2023 ásamt því að þeir pollar sem tekið hafa þátt í starfinu fá viðurkenningu.

Tilnefnd eru: 

Unglingaflokkur

Dagur Sigurðsson

Eik Elvarsdóttir

Elísabet Líf Sigvaldadóttir

Fimmtudagur, 18. janúar 2024

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist í dag 18. janúar 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Flóahreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi og auglýsingin þarf að birtast á viðeigandi heimasíðum.

sunnudagur, 7. janúar 2024

Hestamannafélagið Geysir hefur opnað fyrir skráningu fyrir á námskeið vorannar fyrir börn/unglinga og ungmenni. Flest námskeiðin krefjast þess að nemendur hafi sjálf hest til umráða að undanskildum hestafimleikum þar sem hesturinn er til staðar.

Boðið verður upp á námskeið á Hellu og Hvolsvelli. 

Námskeiðin eru: 

Föstudagur, 22. desember 2023

Ársritið Goðasteinn er nú farið í prentun, en ritstjórn þess var í höndum Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur frá Hólum, sem gegnir því starfi fyrst kvenna.

Efnistök blaðsins eru að venju fjölbreytt. Við birtum fróðleg erindi frá Oddastefnum auk tvískiptrar greinar um fótspor Sæmundar fróða, sem sannarlega eru mörg hér í sýslunni. Listamaður Goðasteins að þessu sinni er Glódís Margrét Guðmundsdóttir sem segir frá sambandi sínu við tónlistina, náttúruna og lífið.

Miðvikudagur, 20. desember 2023

Fréttapunktar af vettvangi Ásahrepps

Styrkveitingar og álagning fasteignaskatts

Þriðjudagur, 19. desember 2023

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.  á Stönd óskar eftir að ráða verkamann í flokkun og viðgerðir í 100 % starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka og flokkun á úrgangi
  • Móttaka og samskipti við viðskiptavini
  • Vinna við viðgerðir á bílum og tækjabúnaði
  • Tilfallandi akstur á vörubifreiðum
  • Geta til að vinna sjálfstætt

Menntunar- og hæfniskröfur

Föstudagur, 15. desember 2023

21. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi miðvikudaginn 20. desember 2023.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundarins

Fimmtudagur, 14. desember 2023

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður laugardaginn 16. desember n.k frá kl. 12-15  í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu er um að ræða stafafuru.  Við verðum að auki með á plani tilhöggið greni og furu.  Óski fólk efir að koma og velja sér sjálft greni er hægt að hafa samband og finnum út úr því.  Sem fyrr er hægt að panta tré og er afhending eftir samkomulagi.

Nú verðum við einnig með “tröpputré“ til sölu.

Laugardagur, 2. desember 2023

Hreppsnefnd Ásahrepps mun halda aukafund, sem verður 20. fundur hreppsnefndar á kjörtímabilinu.  Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi miðvikudaginn 6. desember 2023.  Fundur hefst klukkan 16:00.  Eitt mál er á dagskrá fundarins, önnur umræða um fjárhagsáætlun Ásahrepps fyrir árin 2024-2027.

Dagskrá fundar

Pages