Allar fréttir

Miðvikudagur, 25. september 2024

Fundarboð vegna opins íbúafundar þann 3. október 2024 kl. 19:00 að Laugalandi.

Mánudagur, 23. september 2024

Heimasíða Ásahrepps
Hreppsnefnd Ásahrepps hefur ákveðið að uppfæra heimasíðu sveitarfélagsins.  Gerður hefur verið samningur við Stefnu um gerð nýrrar heimasíðu.  Stefna hefur m.a. hannað heimasíðu Rangárþings ytra og Rangárþings eystra.

Fimmtudagur, 29. ágúst 2024

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 29. ágúst 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi og auglýsingin þarf að birtast á viðeigandi heimasíðum.

Mánudagur, 26. ágúst 2024

Snjallmælavæðing að hefjast

Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps undirbýr nú snjallmælavæðingu og verða fyrstu skref hennar tekin á næstunni.

Miðvikudagur, 21. ágúst 2024

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 76/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur þá í stað sérstakra húsaleigubóta. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir samþykki umsóknar og fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings má sjá í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning inn á heimasíðu Félagsþjónustunnar, www.felagsmal.is.

Mánudagur, 19. ágúst 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

Miðvikudagur, 14. ágúst 2024

Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um forsíðumynd Goðasteins í ár.  Myndefnið er alveg frjálst en æskilegt er að myndin sé úr héraði.  Myndin má vera í landscape og ná þá yfir forsíðu og baksíðu en einnig kemur til greina að velja tvær samhverfar myndir.  Myndirnar má senda á godasteinnrit@gmail.com fyrir 1. september næstkomandi.

 

Fimmtudagur, 11. júlí 2024

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 11. júlí 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Mánudagur, 1. júlí 2024

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí 2024 og til og með 9. ágúst 2024.

Ef nauðsynlegt er að ná sambandi við sveitarstjóra á þessu tímabili er hægt að senda tölvupóst á póstfangið: valtyr@asahreppur.is en einnig er hægt að hringja í farsíma 897-0890.

Miðvikudagur, 26. júní 2024

Aðalsafnaðarfundur Kálfholtssóknar verður haldinn í kirkjunni þriðjudagskvöldið 2. júlí, kl. 20.00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Sóknarnefnd

 

Pages