Allar fréttir

Laugardagur, 11. janúar 2025

Málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Sú staða hefur reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hefur skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann gríðarlega fjölda ferðamanna sem fer um svæðið.

Laugardagur, 11. janúar 2025

Hér fyrir neðani er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 9. janúar í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Flóahreppi og Hrunamannahreppi og auglýsingin þarf að birtast á viðeigandi heimasíðum.

Föstudagur, 20. desember 2024

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð á Þorláksmessu, 23. desember 2024.

Ef erindi er brýnt þá er hægt að hafa samband við sveitarstjóra í síma 897-0890 eða senda tölvupóst á valtyr@asarheppur.is

 

Föstudagur, 20. desember 2024

Miðvikudagur, 18. desember 2024

Aðfangadagur

Kálfholtskirkja - Guðsþjónusta kl. 16:00

Jóladagur

Árbæjarkirkja - Guðsþjónusta  kl. 11:00

Marteinstungukirkja -  Guðsþjónusta kl. 14:00

Skarðskirkja - Guðsþjónusta kl. 16:00

Gamlársdagur

Skarðskirkja – Guðsþjónusta kl. 14:00

 

Laugardagur, 7. desember 2024

Aðventustundir í Fellsmúlaprestakalli 2. og 3. sunnudag í aðventu:

Annar sunnudagur í aðventu 08. desember:
  Skarðskirkja kl. 16.00
  Árbæjarkirkja Kl. 17:30

Þriðji sunnudagur í aðventu 15. desember
  Hagakirkja kl. 16:00

Kertaljós og notalegheit, hugleiðing og fallegur söngur.

Sr. Axel héraðsprestur heldur utan um stundirnar.

Jólahressing að loknum athöfnum.

 

Laugardagur, 7. desember 2024

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 15. desember n.k frá kl. 12-15  í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu er um að ræða stafafuru.  Við verðum að auki með á plani tilhöggið greni og furu.  Óski fólk efir að koma og velja sér sjálft greni er hægt að hafa samband og finnum út úr því.  Sem fyrr er hægt að panta tré og er afhending eftir samkomulagi.

Nú verðum við einnig með tröpputré til sölu.

Miðvikudagur, 4. desember 2024

Fimmtudagur, 28. nóvember 2024

Hér fyrir neðan er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 28. nóvember 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi og auglýsingin þarf að birtast á viðeigandi heimasíðum.

Miðvikudagur, 27. nóvember 2024

Aðventuguðsþjónusta í Kálfholtskirkju 1. sunnudag í aðventu 1. desember kl. 17:00.

Sr. Axel Á. Njarðvík héraðsprestur sér um þjónustuna,

Kórinn syngur aðventu- og jólasálma undir stjórn Eyrúnar organista.

Jólahressing að athöfn lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur.

 

Pages