Hreppsnefnd Ásahrepps hefur ákveðið að framkvæma skoðanakönnun um afstöðu íbúa Ásahrepps til hugmynda um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu. Skoðanakönnunin verður framkvæmd samhliða forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024. Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar verður nýtt til leiðbeininga fyrir hreppsnefnd við ákvarðanatöku hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.
Upplýsingum var dreift á hvert heimili um síðustu helgi ásamt auglýsingu um kjörfund og kjörstað vegna forsetakosninga 1. júní 2024.
Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% starf á grunnskólastigi. Starfsfólk félags- og skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á 26. fundi sínum að breyta um staðsetningu kjörfundar í Ásahreppi. Kjörfundur vegna forsetakosninga í Ásahreppi verður haldinn að Laugalandi í Holtum. Kjörfundur fer fram í Miðgarði og stendur frá klukkan 10:00 til 18:00 laugardaginn 1. júní 2024.
Forsetakosningar 1. júní 2024. Framlagning kjörskrár og kjörstaður í Ásahreppi. Skoðanakönnun meðal íbúa um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu
Kjörskrá fyrir Ásahrepp liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi frá 11. maí til kjördags á opnunartíma sem er á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 12:00 til 16:00.
Bent er á upplýsingavef http://www.kosning.is en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Þar geta kjósendur einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefslóðinni:
Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 8. maí 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/
Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Flóahreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi og auglýsingin þarf að birtast á viðeigandi heimasíðum.
Hér er að finna tengil á íbúafund Ásahrepps, fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta til fundar að Laugalandi, en geta verið með á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Til að tengjast fundinum þá smelltu á tengilinn hér fyrir neðan: