Allar fréttir

Föstudagur, 10. maí 2024

26. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðivkudaginn 15. maí 2024 á skrifstofu Ásahrepps.  Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Dagskrá 26. fundar

Miðvikudagur, 8. maí 2024

Forsetakosningar 1. júní 2024.

Framlagning kjörskrár.

Kjörskrá fyrir Ásahrepp liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi frá 11. maí til kjördags á opnunartíma sem er á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 12:00 til 16:00.

Bent er á upplýsingavef  http://www.kosning.is en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Þar geta kjósendur einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefslóðinni: 

Miðvikudagur, 8. maí 2024

Í upphafi þessa mánaðar flutti embættið skrifstofu sína í nýtt og glæsilegt hús að Hverabraut 6 á Laugarvatni.

Miðvikudagur, 8. maí 2024

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 8. maí 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Flóahreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi og auglýsingin þarf að birtast á viðeigandi heimasíðum.

Mánudagur, 22. apríl 2024

Hér er að finna tengil á íbúafund Ásahrepps, fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta til fundar að Laugalandi, en geta verið með á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Til að tengjast fundinum þá smelltu á tengilinn hér fyrir neðan:

Miðvikudagur, 17. apríl 2024

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar um mögulegar viðræður um sameiningu við nágrannasveitarfélag eða -sveitarfélög. Tilgangur fundarins er að gefa íbúum færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og upplýsa þá um ferli sameiningarviðræðna ef til þeirra kemur.  Eins og fram kemur í dagskrá fundar, þá mun verða unnið í hópum á fundinum til að auðvelda fundarmönnum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Fundurinn verður haldinn í matsal Laugalandsskóla þann 22. apríl nk. kl. 17:00.

Dagskrá:

Miðvikudagur, 17. apríl 2024

Hugmyndir um viðhald og nýtingu húsnæðis að Laugalandi

Föstudagur, 12. apríl 2024

25. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahepps að Laugalandi miðvikudaginn 17. apríl 2024.  Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundar

Miðvikudagur, 10. apríl 2024

Miðvikudagur, 3. apríl 2024

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl n.k í Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8.  Fundurinn hefst kl. 19:00.

Dagskrá: 
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3.  Kjartan Benediktsson verður með fræðsluerindi í máli og myndum um belgjurtir.

Veitingar í boði félagsins.  Fundurinn er öllum opinn.

Stjórnin.

Pages