Ársritið Goðasteinn er nú farið í prentun, en ritstjórn þess var í höndum Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur frá Hólum, sem gegnir því starfi fyrst kvenna.
Efnistök blaðsins eru að venju fjölbreytt. Við birtum fróðleg erindi frá Oddastefnum auk tvískiptrar greinar um fótspor Sæmundar fróða, sem sannarlega eru mörg hér í sýslunni. Listamaður Goðasteins að þessu sinni er Glódís Margrét Guðmundsdóttir sem segir frá sambandi sínu við tónlistina, náttúruna og lífið.