Allar fréttir

Laugardagur, 29. March 2025

Fimmtudagur, 27. March 2025

Eggert Valur Guðmundsson, stjórnarformaður Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. og Víðir Reyr Þórsson, n…

Víðir Reyr Þórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. en það var samþykkt á stjórnarfundi Sorpstöðvarinnar nýlega.

Staðan var auglýst í lok febrúar og sóttu 10 manns um starfið.

Víðir tekur til starfa 1. apríl næstkomandi en starfsstöð hans verður á móttökustöð Sorpstöðvarinnar að Strönd. Víðir er búsettur í Rangárþingi ytra.

 

Mánudagur, 24. March 2025

Héraðsritið Goðasteinn boðar til smásagnasamkeppni fyrir fjóra elstu árganga grunnskólanna í Rangárvallasýslu.

Þema keppninnar er Rangárþing en að öðru leyti eru efnistök frjáls.  Sögurnar skulu ekki vera lengri en 2500 orð og berast fyrir 1. maí. Öllum nemendum í 7.-10. bekk er heimil þátttaka. Valdar verða 1-3 vinningssögur sem í kjölfarið verður ritstýrt og þær birtar í ritinu um haustið.

Mánudagur, 24. March 2025

 

Ertu með brennandi áhuga á hringrásarhagkerfinu, sjálfbærni og nýsköpun? Viltu taka þátt í spennandi hugmyndavinnu, þjálfa hönnunarhugsun þína og þróa lausnir fyrir samfélagið á Suðurlandi? 

Mánudagur, 24. March 2025

Ársreikningur Ásaljóss

Á síðasta fundi hreppsnefndar Ásahrepps var ársreikningur Ásaljóss fyrir rekstrarárið 2024 lagður fram og staðfestur.  Helstu lykiltölur ársreikningsins eru í þúsundum króna:

Rekstrartekjur: 8.270
Rekstrargjöld: 3.073
Afskriftir: -3.811
Fjármagnstekjur: 8
Rekstrarniðurstaða jákvæð: 1.394

Eignir samtals: 74.683
Eigið fé: 73.549
Skammtímaskuldir: 1.134
Skuldir og eigið fé: 74.683

Handbært fé í árslok: 7.846

 

Efnistaka á Holtamannaafrétti.

Þriðjudagur, 18. March 2025

VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða leiðbeinenda í 55%  stöðu sem fyrst. VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Hjá VISS er unnið eftir hugmyndafræðinni „Þjónandi leiðsögn“ og „Sjálfstætt líf“.  Leiðbeinendur vinna samkvæmt lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 auk tengdra reglugerða.

Mánudagur, 10. March 2025

Héraðsnefnd Rangárvallasýslu auglýsir eftir fólki til þess að sitja í ritstjórn héraðsritsins Goðasteins. Ritnefndin er skipuð 5-6 ritnefndarmanneskjum auk ritstjóra og greitt er í verktöku samkvæmt fyrirfram ákveðnum skilyrðum.

Þriðjudagur, 4. March 2025

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur ákveðið að hætta notkun maíspoka undir lífrænan heimilisúrgang og innleiða notkun bréfpoka í staðinn.

Sorpstöðin að Strönd hefur um nokkurt skeið unnið sjálf úr öllum lífrænum heimilisúrgangi sem þangað berst í stað þess að senda hann langar leiðir til úrvinnslu með miklum kostnaði. Reynslan hefur leitt í ljós að maíspokar brotna illa niður við moltugerð á meðan pappírspokar brotna niður að fullu og auðvelda allt úrvinnsluferlið. Því er nú nauðsynlegt að maíspokar víki fyrir bréfpokum.

 

Hvernig fer ég að þessu?

Föstudagur, 28. febrúar 2025

AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

Pages