Allar fréttir

Mánudagur, 1. júlí 2024

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí 2024 og til og með 9. ágúst 2024.

Ef nauðsynlegt er að ná sambandi við sveitarstjóra á þessu tímabili er hægt að senda tölvupóst á póstfangið: valtyr@asahreppur.is en einnig er hægt að hringja í farsíma 897-0890.

Miðvikudagur, 26. júní 2024

Aðalsafnaðarfundur Kálfholtssóknar verður haldinn í kirkjunni þriðjudagskvöldið 2. júlí, kl. 20.00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Sóknarnefnd

 

Miðvikudagur, 26. júní 2024

Samkvæmt gæðastýringarsamningi og samráði við Landgræðsluna eru upprekstur á Holtamannaafrétt heimill frá 30. júní 2024.

Þriðjudagur, 18. júní 2024

Það er sumar í sveitum og þá er nú aldeilis við hæfi að messa!

Það verður sumarkvöldguðsþjónusta í Kálfholtskirkju næsta sunnudag  23. júní, kl. 20.00.

Sálmarnir sem við syngjum eru miðaðir við þennan dásamlega tíma og undirleikurinn í höndum Eyrúnar.  Kvöldhressing  eftir athöfn.

Mánudagur, 10. júní 2024

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð mánudaginn 10. júní og miðvikudaginn 19. júní n.k.

Hægt er að senda tölvupóst á póstfangið valtyr@asahreppur.is og farsími sveitarstjóra er 897-0890.

Sveitarstjóri.

Mánudagur, 3. júní 2024

Samráðsfundurinn verður haldinn í Safnaðarheimilinu á Hellu þann 11. júní 2024 kl. 16:30 - 18:30

Dagskrá

Fimmtudagur, 30. maí 2024

Íbúafundur vegna hugmynda um sameiningu sveitarfélaga
Þann 22. apríl s.l. var haldinn íbúafundur í Ásahreppi þar sem til umræðu voru hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.  KPMG var fenginn til að undirbúa og stýra fundinum.  Kynnt var ferli sameininga sveitarfélaga samkvæmt lögum ásamt því að ýmsara rekstrarlegar upplýsingar frá sveitarfélögunum þremur kynntar og bornar saman. 

Á fundinn mættu um 30 manns en einnig voruy 11 aðilar á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Mánudagur, 27. maí 2024

Hreppsnefnd Ásahrepps hefur ákveðið að framkvæma skoðanakönnun um afstöðu íbúa Ásahrepps til hugmynda um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.  Skoðanakönnunin verður framkvæmd samhliða forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.  Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar verður nýtt til leiðbeininga fyrir hreppsnefnd við ákvarðanatöku hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.

Upplýsingum var dreift á hvert heimili um síðustu helgi ásamt auglýsingu um kjörfund og kjörstað vegna forsetakosninga 1. júní 2024.

Mánudagur, 27. maí 2024

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% starf á grunnskólastigi. Starfsfólk félags- og skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Miðvikudagur, 22. maí 2024

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á 26. fundi sínum að breyta um staðsetningu kjörfundar í Ásahreppi.  Kjörfundur vegna forsetakosninga í Ásahreppi verður haldinn að Laugalandi í Holtum.  Kjörfundur fer fram í Miðgarði og stendur frá klukkan 10:00 til 18:00 laugardaginn 1. júní 2024.

Pages