Kerra full af sorpi? Kynntu þér reglurnar

Þriðjudagur, 10. júní 2025

Kerra full af sorpi? Kynntu þér reglurnar

Ætlarðu að taka aðeins til og fylla kerru af sorpi og koma með á móttökustöðina á Strönd? Ekkert mál, en fyrst þarf að huga að nokkrum mikilvægum atriðum:

  • Flokka þarf sorp á kerrum áður en mætt er að Strönd.
  • Flokkað sorp þarf að vera sýnilegt starfsmönnum – troðnar kerrur af allskonar í einum graut gengur ekki.
  • Notast skal við glæra ruslapoka undir það sem sett er í poka.
  • Kynnið ykkur gjaldskrána vel fyrir þá úrgangsflokka sem tekið er við á Strönd.
  • Gefið ykkur tíma og gangið vel um móttökustöðina.

Gerum þetta saman – við græðum öll á því að flokka rétt og vel

Hér er tengill á gjaldskrá sorpstöðvarinnar