Sorpstöð Rangárvallasýslu ræður nýjan framkvæmdastjóra

Fimmtudagur, 27. March 2025

Eggert Valur Guðmundsson, stjórnarformaður Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. og Víðir Reyr Þórsson, n…

Víðir Reyr Þórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. en það var samþykkt á stjórnarfundi Sorpstöðvarinnar nýlega.

Staðan var auglýst í lok febrúar og sóttu 10 manns um starfið.

Víðir tekur til starfa 1. apríl næstkomandi en starfsstöð hans verður á móttökustöð Sorpstöðvarinnar að Strönd. Víðir er búsettur í Rangárþingi ytra.