Sorpið sem berst að Strönd þarf að vera glærum pokum en ekki svörtum

Mánudagur, 26. maí 2025

Sorpið sem berst að Strönd þarf að vera glærum pokum en ekki svörtum

Við höfum sennilega flest heyrt af þessu en mikilvægt er að útskýra hvers vegna.

Með aukinni flokkun og eftirliti á móttökustöðvum um land allt hefur það komið glöggt í ljós að mikið magn af flokkanlegu sorpi hefur borist í svörtum pokum og endað með blönduðum úrgangi sem annars hefði mátt flokka betur og koma í endurvinnslu.

Notkun glæru pokanna snýst því bókstaflega um gagnsæi. Bæði er líklegra að fólk flokki betur í glæra poka og einnig er þá auðveldara fyrir starfsfólkið að sjá hvað er hægt að flokka betur á staðnum.

Rannsóknir annarra sorpstöðva hafa leitt í ljós mikinn ávinning af þessari breytingu.

Þetta er einfalt: Sorp í glærum poka kemst með minni tilkostnaði í réttan endurvinnslufarveg. Allt sorp í svörtum pokum fer í blandaðan úrgang og þar með hæsta gjaldaflokk, sem leiðir að lokum til hærri sorphirðugjalda fyrir íbúa og er auðvitað verra fyrir umhverfið.

Þau sem eiga e.t.v. lager af svörtum pokum geta vel notað þá í annað. Svo sem til þess að fara með dósir og flöskur í endurvinnslu eða fyrir föt sem fara í grenndargáma.

Glæru pokarnir fást í flestum verslunum.

Gerum þetta saman – hratt og vel.