Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs.
Skipulagsfulltrúi starfar með sameiginlegri skipulagsnefnd sveitarfélaganna á svæðinu. Hann hefur umsjón með skipulagsgerð á svæðinu og hefur eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi skal uppfylla kröfur um menntun og starfsreynslu samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Starfssvið
- Yfirumsjón skipulagsmála í sveitarfélögunum
- Útgáfa framkvæmdaleyfa
- Leiðbeiningar til sveitarfélaganna um skipulagsmál
- Undirbúningur funda skipulagsnefndar, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
- Umsækjandi skal uppfylla menntunar- og hæfniskröfur samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013
- Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. (UTU) er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps. UTU hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingar- og skipulagsfulltrúa. Einnig sér UTU um rekstur Seyrustaða sem sér um hreinsun á rotþróm aðildarsveitarfélaganna ásamt móttöku og vinnslu á seyru. UTU er byggt á áratuga samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu þar sem mikil fagþekking hefur myndast.
Nánari upplýsingar
Inga S. Arnardóttir – ingahagvangur.is