AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur
Samkvæmt 41. og 43. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:
-
Þjóðholt (áður Kálfholt K 3a) L219274; Íbúðarhús, bílskúr og skemma; Deiliskipulag – 2504035
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. maí 2025 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Þjóðholts (áður Kálfholt K 3a) L219274 í Ásahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindir eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús og bílageymslu, skemmu og/eða hesthús og núverandi sumarhús. Hámarksbyggingarmagn verður 750 m2. Að öðru leyti verður landið nýtt sem beitiland eins og verið hefur.
-
Skálabrekka Vestri L229116; Lindarbrekkugata, Unnargata og Guðrúnargata; Lega, stærð og fjöldi lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2504067
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 7. maí 2025 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundabyggðar Skálabrekku Vestri. Breytingar eru m.a. gerðar á legu og stærð lóða á svæðinu auk þess sem þeim er fjölgað úr 21 í 23.
-
Vesturhlíð L192153; Frístundabyggð F16; Deiliskipulag – 2410072
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. maí 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til frístundasvæðis F16 innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóða, byggingarreita og byggingarskilmála innan hluta svæðisins sem tekur til um 25 ha undir heitinu Vesturhlíð. Á svæðinu er gert ráð fyrir um 27 frístundalóðum ásamt opnum svæðum, vegum, göngustígum og skilgreindu svæði fyrir vatnsöflun.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi máls:
-
Vatnsfellsvirkjun; Náma E59; Aðalskipulagsbreyting – 2505020
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. maí 2025 að auglýsa niðurstöðu sveitarfélags um óverulegar breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2020 - 2032. Svæðið sem breytingin nær til er innan Holtamannaafréttar L221893 en breytingin felur í sér skilgreiningu á nýrri námu, E59. Náman er innan eldra námusvæðis sem var nýtt á framkvæmdatíma Vatnsfellsvirkjunar (iðnaðarsvæði I7). Markmið breytingarinnar er að afmarka námusvæði með góðu efni til framkvæmda og í námunda við virkjunina. Um er að ræða bögglabergsnámu með grófu bögglabergi, sem ekki er að finna í næsta nágrenni við virkjunina, og er hugsuð til viðhalds á mannvirkjum. Efnismagn er allt að 1.500 m3 og flatarmál námusvæðis 0,5 ha. Að efnistöku lokinni verður gengið frá námunni og hún aðlöguð að umhverfi í kring. Áhrif af breytingunni eru metin óveruleg þar sem svæðið er nú þegar raskað, efnismagn er lítið og stutt frá efnistökusvæði að notkunarstað efnis.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.asahreppur.is, www.blaskogabyggd.is og www.gogg.is
Mál 1 - 3 innan auglýsingar er skipulagsmál í auglýsingu frá 28. maí 2025 með athugasemdarfresti til og með 10. júlí 2025.
Mál 4 innan auglýsingar er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita
Hægt er að skoða auglýsingu og gögn með því að smella á hlekk/tengingu við síðuna UTU: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-birt-28-mai-2025/
Hvert mál hefur með sér hlekk á skipulagsgögn (þ.e. lýsingu, uppdrátt, greinargerð o.s.frv.).