Fjöldi umsókna vegna lagningar útivistarstíga í Ásahreppi vegna fjárhagsárisins 2025 hefur borist sveitarstjórn víða að úr hreppnum, m.a. úr Vetleifsholtshverfi, Hamrahverfi og Áshverfi og hefur vinna við þá víðast gengið vel.
Það er gleðilegt hversu margir hafa sýnt verkefninu áhuga og mikill kraftur er í fólki við vinnuna. Sveitarfélagið greiðir fyrir efni og flutning á því, en umsækjendur sjá um að koma efninu út í stíga. Víða hafa margir tekið sig saman um umsóknir um samfellda stíga svo mörg heimili hafa komið að verkefninu. Reglur og umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu hreppsins: asahreppur.is undir flipanum Reglur og samþykktir (https://www.asahreppur.is/efni/reglur-og-sam%C3%BEykktir).
Markmið verkefnisins er að til verði samfellt net útivistarstíga um allt sveitarfélagið og helst að stór hluti verði fjarri umferðarþungum vegum. Verkefnið er því tvíþætt: Stofnvegir, sem sveitarfélagið leggur alfarið á sinn kostnað, fjarri umferðarþungum vegum og styrkveitingar til lögheimila í sveitarfélaginu sem sótt geta um
1) tengingar við stofnvegi,
2) nýlagningu með vegum og
3) viðhald stíga meðfram vegum.
Nánar má sjá reglur og viðauka við reglur undir flipanum Reglur og samþykktir á vefsíðu hreppsins.
Hreppsnefnd Ásahrepps bendir umsækjendum á að styrkur þessa árs fyrnist um áramót en hægt er að sækja um frestun á verklokum ef ekki tekst að ljúka verki. Færist þá styrkveiting til næsta árs, en viðkomandi getur þá ekki sótt um annan styrk á því ári.
