Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Starfsstöð er á móttökustöð Sorpstöðvarinnar á Strönd í Rangárþingi ytra.
Helstu verkefni:
- Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsmannahaldi
- Frekari þróun og uppbygging Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. í samvinnu við stjórn
- Ábyrgð á móttökustöðinni á Strönd og grenndarstöðvum
- Umsjón með skipulagningu sorphirðu
- Umsjón með rekstri og viðhaldi bifreiða og véla
- Ábyrgð á samskiptum við opinberar stofnanir og eftirlitsaðila
- Þátttaka í áætlanagerð og eftirfylgni með áætlunum
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Mikill áhugi á sviði umhverfis- og úrgangsmála
- Góð tölvukunnáttu og þekkingu á upplýsingatækni
- Reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum kostur
- Góð þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Mikil þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð
- Meirapróf og vinnuvélaréttindi kostur
- Þekking á viðhaldi bifreiða og véla kostur
Hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu starfa um 7 starfsmenn í föstu starfi auk 3–4 í hlutastarfi. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er byggðasamlag í eigu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps og þjónustar alla Rangárvallasýslu.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um stöðuna.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2025.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Umsóknir sem og fyrirspurnir skal senda á formann stjórnar Sorpstöðvarinnar, Eggert Val Guðmundsson á eggertvalur@ry.is