Í janúar og febrúar á þessu ári var Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fengin til að gera könnun meðal kosningabærra íbúa Ásahrepps. Markmið könnunarinnar var að skoða hug fóks í Ásahreppi til sameiningar sveitarfélaga á Suðurlandi.
Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar var skilað um miðjan febrúar s.l. og kynnt í hreppsnefnd Ásahrepps 16. mars s.l. Eftirfarandi bókun var gerð af hreppsnefnd:
"Lögð fram skýrsla með niðurstöðum úr könnun á hug íbúa Ásahrepps til sameiningar sveitarfélaga á Suðurlandi, dagsett 16. febrúar 2022.
Niðurstöður könnunar sýnir að 52% íbúa tóku þátt í könnuninni og 56% þeirra eru mótfallnir því að hreppurinn sameinist öðru sveitarfélagi. Af þeim sem voru jákvæðir fyrir sameiningu Ásahrepps við önnur sveitarfélög, þá voru 39% jákvæðir sameiningu við Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Flóahrepp, 66% samþykkir sameiningu Ásahrepps og Rangárþings ytra og 72% samþykkir sameiningu sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu.
Hreppsnefnd Ásahrepps þakkar íbúum Ásahrepps fyrir þátttöku þeirra í könnuninni."
Hægt er að nálgast skýrsluna sjálfa með að smella á krækjuna: Skýrsla um sameiningu sveitarfélaga