Sameiginleg málstefna í Rangárþingi ytra og Ásahreppi

Fimmtudagur, 30. október 2025

Sveitarstjórn Rangárþings ytra og hreppsnefnd Ásahrepps hafa samþykkt nýja, sameiginlega málstefnu. Markmið stefnunnar er að festa í sessi íslensku sem vandað og skýrt opinbert mál í allri þjónustu og stjórnsýslu.

Stefnan leggur áherslu á að íslenska sé meginsamskiptamál í starfsemi sveitarfélaganna. Allt starfsfólk skal leggja sig fram um að nota vandað mál og íslensk heiti stofnana og örnefna skulu ávallt vera í forgrunni.

Samhliða þessari áherslu á íslensku er lögð rík áhersla á að tryggja að allir íbúar geti nýtt sér þjónustu sveitarfélaganna. Tryggður verður aðgangur að ókeypis, faglegri túlkaþjónustu þegar þörf krefur, jafnt milli tungumála sem og á íslensku táknmáli.

Til að mæta þörfum fjölbreytts samfélags verða lykilupplýsingar einnig aðgengilegar á ensku og eftir atvikum öðrum tungumálum. Þá mun allt stafrænt efni, svo sem vefsíður, fylgja alþjóðlegum aðgengisstöðlum til að tryggja þjónustu við alla.

Sveitarfélögin munu jafnframt styðja við og liðsinna fyrir aðgangi starfsfólks og íbúa af erlendum uppruna að íslenskunámskeiðum.

Málstefnan í heild sinni er aðgengileg HÉR.