Skil á fromboðum í Ásahreppi

Mánudagur, 4. apríl 2022

Skil á framboðum í Ásahreppi
vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022.

Kjörstjórn Ásahrepps vill vekja athygli íbúa Ásahrepps á lokafresti til að skila framboði vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 14. maí 2022.

Kjörstjórn Ásahrepps verður stödd í félagsheimilinu Ásgarði í Ási frá klukkan 11:00 til 12:00 föstudaginn 8. apríl til að taka á móti framboðum.  Síðasti möguleiki til að skila inn framboði er því klukkan 12:00 þann 8. apríl 2022, sbr. 36. gr. kosningalaga.

Kjörstjórn Ásahrepps vill benda á ákvæði kosningalaga nr. 112/2021:

36. gr. Framboðsfrestur og móttaka framboða.
Þegar kosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt eigi síðar en kl. 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag. Tilkynningin getur verið undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.

47. gr. Auglýsing framboðslista.
Þegar niðurstaða liggur fyrir um gildi framboðslista við alþingiskosningar skal landskjörstjórn auglýsa þá í Stjórnartíðindum, á vef og í fjölmiðlum eigi síðar en 30 dögum fyrir kjördag. Yfirkjörstjórn sveitarfélags auglýsir framboðslista innan sama frests fyrir sveitarstjórnarkosningar. Að fengnum tillögum landskjörstjórnar skal ráðherra setja frekari ákvæði í reglugerð um efni auglýsinga, birtingarhátt o.fl. Má í reglugerð kveða m.a. á um birtingu lögheimilis og kennitölu frambjóðenda.
Nú fer óbundin kosning fram til sveitarstjórnar, framboðsfrestur framlengist samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 46. gr. eða maður skorast undan endurkjöri skv. 5. mgr. 49. gr. og skal þá yfirkjörstjórn sveitarfélags auglýsa það með sama hætti og framboð.

Að öðru leyti vísar kjörstjórn í kosningalög nr. 112/2021 og á vef Stjórnarráðs Íslands: www.kosning.is en þar er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um kosningar til sveitarstjórna.

Kjörstjórn Ásahrepps

Kristín Ósk Ómarsdóttir, formaður
Hulda Brynjólfsdóttir
Benedikt Elvar Jónsson