Rangárþing ytra og Ásahreppur gera verðkönnun í snjómokstur í dreifbýli sveitarfélaganna. Um er að ræða héraðs og tengivegi ásamt heimreiðum á svæðinu frá Þjórsá að Eystri Rangá. Gert er ráð fyrir að svæðinu verði skipt upp í fjögur svæði og eru svæðunum skipt landfræðilega við Ytri Rangá og við Þjóðveg 1.
- Einn hlutinn er frá Þjórsá að Ytri Rangá sunnan þjóðvegar.
- Næsti hluti er milli Rangánna sunnan þjóðvegar.
- Þriðji hluti er milli Rangánna og norðan þjóðvegar 1.
- Síðasti hlutinn er frá Þjórsá að ytri Rangá og norðan þjóðvegar.
Verðkönnunin er til þriggja ára. Útboðsgögn fást afhent frá og með þriðjudeginum 29. okóber nk. með því að senda tölvupóst á netfangið tomas@ry.is. Tilboðum skal skila með tölvupósti á netfangið tomas@ry.is fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 7. nóvember.
Niðurstaða verðkönnunar verður tilkynnt síðar sama dag með tölvupósti á bjóðendur. Nánari upplýsingar gefur Tómas Haukur Tómasson, Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra síma 488 7000, eða í tölvupósti á netfangið tomas@ry.is.