Aðalfundur kvenfélagsins

Miðvikudagur, 15. febrúar 2017

Aðalfundur kvenfélagsins Framtíðar í Ásahreppi            

Haldinn í matsalnum á Laugalandi þriðjudagskvöldið 21. febrúar kl. 19.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosningar.
Önnur mál.

Samkvæmt lögum kvenfélagsins þá gengur ein kona úr stjórn árlega. Að þessu sinni er komið að því að kjósa nýjan formann og er óskað eftir frambjóðendum í það starf til næstu þriggja ára.  Starfið er ekki viðamikið eða íþyngjandi og getur verið gefandi og innihaldsríkt. Tvo fundi þarf að sækja til SSK á ári, stjórnarfundir eru haldnir eftir þörfum og konurnar í kvenfélaginu eru liprar og alltaf tilbúnar að hjálpa til þegar leitað er eftir starfskröftum þeirra. 

Sjáumst allar, glaðar og kátar að vanda.
Stjórnin.