Föstudagur, 14. júlí 2017
Vinna við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is. Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til verkefnisstjórnar á netfangið loftslag@uar.is
Ætlunin er að birta jafnóðum á vefsvæðinu þær tillögur sem berast en þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast vinnunni við aðgerðaáætlun. Ég yrði ákaflega þakklát ef þið gætuð vakið athygli á þessu eins og hægt er.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.co2.is