Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á 26. fundi sínum að breyta um staðsetningu kjörfundar í Ásahreppi. Kjörfundur vegna forsetakosninga í Ásahreppi verður haldinn að Laugalandi í Holtum. Kjörfundur fer fram í Miðgarði og stendur frá klukkan 10:00 til 18:00 laugardaginn 1. júní 2024.
Vakin er sérstök athygli á því að kjörfundur verður ekki í Ásgarði eins og verið hefur mörg undanfarin ár, heldur að Laugalandi. Þrátt fyrir það þá getur Þjóðskrá ekki breytt heiti kjörstaðar á vefsíðu sinni þar sem kjörskrá var lokað 24. apríl s.l. en ákvörðun hreppsnefndar um breyttan kjörstað átti sér stað 15. maí s.l. Hreppsnefnd Ásahrepps ákvað þessa breytingu vegna ábendingar frá kjörstjórn Ásahepps um ófullnægjandi aðgengi og aðstöðu í Ásgarði fyrir kjörfund.
Fljótlega birtist önnur auglýsing um framlagningu kjörskrár, kjörfund og skoðanakönnun hér á heimasíðu Ásahrepps. Jafnframt verður auglýsingu dreift til allra heimila í sveitarfélaginu.