Miðvikudagur, 29. nóvember 2017
Ágætu íbúar,
Dagana 4.-6. desember nk. mun starfsmaður frá Brunavörnum Árnessýslu koma á öll lögbýli í Ásahreppi með slökkvitækjaþjónustu. Ásahreppur mun greiða fyrir eitt nýtt slökkvitæki og rafhlöður í reykskynjara, en starfsmaðurinn mun taka gömul tæki í staðinn, auk þess sem hann verður með annan eldvarnabúnað með sér til sölu.
Frekari upplýsingar veita Brunavarnir Árnessýslu í síma 480-0900 eða á netfanginu slokkvitaeki@babubabu.is
Virðingarfyllst f.h. Ásahrepps,
Nanna Jónsdóttir, sveitarstjóri