Fréttabréf félags eldri borgara í Rangárvallasýslu frá 1. jan. til september 2017
Stjórn félagsins skipa: Formaður Guðrún Aradóttir, ritari Margrét Þórðardóttir, gjaldkeri Þórunn Ragnarsdóttir, meðstjórnendur Svavar Hauksson og Sigrún Ólafsdóttir ,varamenn Ingibjörg Þorgilsdóttir og Júlíus P. Guðjónsson , skoðunarmenn eru Sigrún Sveinbjarnardóttir og Rósa Aðalsteinsdóttir, varamenn eru Helga Þorsteinsdóttir og Gyða Guðmundsdóttir
í skemmtinefnd eru Sigríður Erlendsdóttir, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir,
í spilanefnd á Hvolsvelli eru Kristín Sigurðardóttir og Svavar Hauksson, í spilanefnd á Hellu er Guðríður Bjarnadóttir.
Spilin verða áfram á fimmtudögum kl;: 14.00 til 16:00 til skiptis á Hellu og Hvolsvelli og byrja á Hvolsvelli 12. janúar.
Í handverki til vors verða leiðbeinendur Hjálmar Ólafsson í Njálsbúð föstudaga kl: 13:30 til 16:00 og byrjar 15.janúar, með handverk í Menningarhúsinu á Hellu verða leiðbeinendur Guðrún Óskarsdóttir og Brynja Bergsveinsdóttir þriðjudaga og miðvikudaga kl: 13:00 til 16:00.og byrja 10. janúar.
Gjald á önn er 1.500,- pr mann
Handverkssýning er áætluð 29. og 30 apríl í Hvoli Hvolsvelli.
Nánar auglýst síðar.
Hringur kór eldri borgara starfar á mánudögum kl 14:00 til 16:00 og hefst 16. janúar, alltaf pláss fyrir nýja félaga í allar raddir, upplýsingar veita Jón Ragnar Björnsson formaður 699-0055/ 571-7150 og Kristín Sigfúsdóttir söngstjóri 483-1629/ 663-6217
Leikfimi er á Hvolsvelli í Hvolnum mánudaga og fimmtudaga kl: 10:00.
Ganga og skokk er í íþróttahúsinu á Hvolsvelli föstudaga kl: 9:00.
Ganga í íþróttahúsinu á Hellu föstudaga kl: 11:00 til 12:00
Boccia er í íþróttahúsinu á Hvolsvelli mánudaga og miðvikudaga kl: 10:00
Boccia er í íþróttahúsinu á Hellu mánudaga og miðvikudaga kl: 11:00
Suðurlandsmót í Boccia verður á Hvolsvelli 1. apríl 2017 nánar auglýst síðar .
Allar nánari upplýsingar veitir Júlíus P. Guðjónsson 663-7065.
Áætlað er að hafa aðalfund félagsins í Menningarhúsinu Hellu fimmtudaginn 30. mars 2017 og hefst hann kl: 13:00 síðan verður spilað á eftir.Nánar auglýst síðar.
Sparidagar eldri borgara fyrir Rangárvallasýslu verða í Örkinni dagana 26. febrúar til 3. mars.
einnig dagana 23.-28. apríl 2017, pöntuð 8 herbergi hvora viku. Ekki er vitað hverjir eru aðrir þessa daga sem valdir hafa verið Verð fyrir 2.manna herbergi er 52.000 - aukagjald fyrir einbýli er 9.500.-
Dagskrárstjóri er Gunnar Þorláksson
Pantanir berist til Þórunnar Ragnarsdóttur sími 487-5922 eða 892-5923 sem heldur hópnum saman og verður í sambandi við Hótel Örk.
Messa á Uppstigningadag, degi aldraðra, þann 25. maí 2017, ekki ákveðið hvar hún verður. Rútuferð verður eins og áður í þessa messu. Nánar auglýst síðar.
Sumarstarfið: Sundleikfimi verður í sumar í sundlaugunum á Hellu og Hvolsvelli ef næg þátttaka næst.
Hið sívinsæla pútt á Strandavelli verður á þriðjudögum og byrjar eftir miðjum maí, nánar auglýst síðar Allar upplýsingar eru hjá Mörtu Arngrímsdóttur .487-8249/868-4511
Vorferðin í júní verður fimmtudaginn 15. júní 2017 ekið verður um sveitir Sýslunnar.
Nánar auglýst síðar.
Búið er að panta í ferð dagana 9. til 12. júlí farið verður í Skagafjörð gist á Sauðárkróki 3 nætur, ekið á Kjálka og Austurdal annan daginn, en hinn daginn Hjaltadalur,Fljót og Hegranes. Ekki öll verð tilbúin en verða auglýst þegar þau berast. Þeir félagar sem hafa hug á að koma með vinsamlega skráið nöfn ykkar sem fyrst hjá Þórunni í síma 487-5922eða 892-5923 því hótelið verður að fá töluna vegna gistingar tveimur mánuðum fyrir brottför því þetta er mesti annatími sumarsins.
Haustferðin verður farin í Vestur- Skaftafellssýslu fimmtudaginn 24. ágúst 2017. Nánar auglýst í Búkollu
Fréttabréfið verður sett á heimasíður Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps þar í pakka “Félagsstarf eldri borgara” svo félagsmenn geti séð það þar.
Vonum við hjá stjórn að þetta verði gott ár hjá okkur eins og ævinlega.
Félagsmenn vinsamlega auglýsið starf okkar og komið á framfæri að allir Rangæingar 60 ára og eldri séu velkomnir í félagið, það er alltaf gott að fá nýja félaga og þar með nýjar hugmyndir.
Guðrún Aradóttir , Margrét Þórðardóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Svavar Hauksson, Sigrún Ólafsdóttir, Ingibjörg Þorgilsdóttir og Júlíus P. Guðjónsson