Fimmtudagur, 12. janúar 2017
Fengur, hrossaræktarfélag í Ásahreppi býður upp á kennslusýningu hjá Jakobi að Fákshólum laugardaginn 21. janúar klukkan 16.00.
Í framhaldi verður boðið upp á mat, spjall og söng að Hestheimum gegn hóflegu gjaldi. Nánar verður auglýst í Búkollu í vikunni á undan.