Lokafrestur til að senda inn hugmynd, er 12. apríl 2017

Fimmtudagur, 26. janúar 2017

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna(NKG), hefur nú verið árviss viðburður frá 1991 og er þátttaka í keppninni orðin fastur liður í mörgum skólum landsins. Tilgangur NKG er að

·        Virkja sköpunarkraft barna í landinu.

·        Gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir.

·        Efla og þroska frumkvæði þátttakenda í NKG og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra.

·        Efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi.

Allir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla, geta tekið þátt og sent inn hugmynd sína á nkg.is.

Lokafrestur til að senda inn hugmynd í NKG 2017 , er 12. apríl og í framhaldi velur dómnefnd hugmyndir áfram í  HR vinnusmiðjuna þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og annarra samstarfsaðila. Í kjölfarið er haldið lokahóf þar sem forseti Íslands afhendir stórglæsileg verðlaun og viðurkenningarskjöl.

Á heimasíðu NKG er að finna ýmsan fróðleik ásamt náms- og stuðningsefni fyrir kennara og nemendur. Síðan er þó enn í vinnslu og eru allar ábendingar og tillögur, vel þegnar.

Með kærri kveðju,

Eyjólfur.