Markaðsstofa Suðurlands ásamt Manhattan markaðsráðgjöf ætlar að kynna markaðsgreiningu sem unnin var fyrir áfangastaðinn Suðurland. Í kjölfar kynningar verður svo námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu í hvernig þeir geta notfært sér upplýsingar úr greiningunni í markaðssetningu á sinni þjónustu.
Dagskrá
- Kynning á markaðsgreiningu fyrir áfangastaðinn Suðurland.
- Námskeið í markaðssetningu ferðaþjónustu.
Námskeiðið er ætlað bæði einstaklingum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Suðurlandi og fjallað verður um hvernig hægt er að nýta sér upplýsingar úr greiningunni til markaðssetningar á þjónustu. Einnig verður farið yfir helstu grunn atriði markaðsfræðinnar og fjallað um þau á hagnýtan hátt.
Brynjar Þór Þorsteinsson aðjúnkt á Háskólanum á Bifröst og Haraldur Daði Ragnarsson einn stofnenda Manhattan markaðsráðgjafar munu stýra námskeiðinu.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
- Hvernig geta aðilar í ferðaþjónustu nýtt sér skýrsluna.
- Markaðsfræði ferðaþjónustu.
- Hagnýt atriði í markaðsmálum og stefnumótun (verkfærakista).
- Upplifun og söfnun upplýsinga.
- Stafræn markaðssetning, heimasíða og samfélagsmiðlar.
- Tenging við skýrslu, virðiskeðja þjónustu, gæði þjónustu o.fl.
- Vinnustofa þátttakenda þar sem þeirra umhverfi er mátað við námsefnið.
Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi stöðum:
Höfn – 8. mars, kl. 18 til 22. Nánari staðsetning auglýst síðar.
Vík – 9. mars í Kötlusetri, kl. 12 til 16.
Selfoss – 10. mars í Fjölheimum, kl. 9 til 13.
Námskeiðin eru öllum opin. Skráningargjald fyrir aðila Markaðsstofu Suðurlands er 3.900 kr. en aðila utan 5.900 kr.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið thorsteinn@south.is