Miðvikudagur, 6. nóvember 2019
Samkvæmt samþykktum Samtaka orkusveitarfélaga skal halda aðalfund annað hvert ár og hitt árið skal halda orkufund.
Orkufundur 2019 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13:00 - 15:30.
Orkufundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður. Orkufundur er öllum opinn og tekur ekki ákvarðanir í málefnum Samtaka orkusveitarfélaga, en getur beint ályktunum til stjórnar samtakanna.
Til að sjá dagskrá fundarins, þá smellið á krækjuna hér fyrir neðan:
http://orkusveitarfelog.is/fundir-og-radstefnur/orkufundur-2019/