Spennandi störf í boði

Miðvikudagur, 30. ágúst 2017

 

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.  óskar að ráða tvo öfluga einstaklinga til starfa hjá byggðasamlaginu.

Starfið er að uppistöðu akstur sorphirðubifreiða og því er nauðsynlegt að viðkomandi hafi meirapróf.  Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til í Rangárvallasýslu.  

Ráðningatími er frá 27. nóvember n.k.

Undanfarin ár hafa sveitarfélögin Ásahreppur, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra boðið út sorphirðu í sveitarfélaginu. Nú mun byggðasamlag þessara sveitarfélaga Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. annast sorphirðuna. Hugmyndir eru um enn frekari flokkun sorps og endurnýtingu. Mjög myndarlega starfstöð fyrirtækisins er á Strönd á Rangárvöllum.

Umsóknarfrestur er til 15 september n.k.

Allar nánari upplýsingar veitir Ágúst Ingi Ólafsson í síma 488 4200  Umsóknir sendist til Sorphirðu Rangárvallasýslu, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvelli.