Styrkveiting vegna viðhalds og lagningar nýrra útivistarstíga í Ásahreppi.

Mánudagur, 20. október 2025

Á 44. fundi hreppsnefnd Ásahrepps var tekin ákvörðun um að veita þrjá styrki til verkefna vegna viðhalds og lagningu nýrra útivistarstíga í sveitarfélaginu.  Um er að ræða eftirfarandi verkefni:

Skjólholt til Syðri-Hamra.
Um er að ræða lagningu stígs frá þjóðvegi 1 að rúllplani á Syðri-Hömrum, 2 km, og frá rúlluplani að Steinslæk 520 metrar. Sótt er um styrk í flokki 1, sem er nýlagning.
Áætluð verklok eru í desember 2025.
Umsækjendur eru frá fjórum lögheimilum, þ.e. Áshamrar, Skjólholt, Syðri-Hamrar 3 og Syðri-Hamrar 5. Fyrir liggur greinargerð verkefnisstjóra um verkefnið sem lögð var fram á fundinum.
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti samhljóða að veita styrk allt að upphæð kr. 6 mkr til verkefnisins, en styrkur fæst greiddur gegn framvísun reikninga og að lokinni úttekt umsjónaraðila.

Útivistarstígur meðfram Vetleifsholtsvegi.
Um er að ræða lagningu stígs frá pípuhliði á sveitarfélagamörkum að hliði við Kastalabrekku. Fyrir liggur greinargerð verkefnisstjóra um verkefnið sem lög var fram á fundinum. Sótt eru styrk í flokki 1, sem er nýlagning.
Áætluð verklok eru áramót 2025/2026.
Umsækjendur eru frá fjórum lögheimilum, þ.e. Kastalabrekku, Rifshalakoti, Vetleifsholti og Hrúti 2.
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti samhljóða að veita styrk allt að upphæð kr. 6 mkr til verkefnisins, en styrkur fæst greiddur gegn framvísun reikninga og að lokinni úttekt umsjónaraðila.

Útivistarstígur meðfram Ásvegi.
Um er að ræða viðhald á núverandi stíg meðfram Ásvegi, frá Litlalandi að Ásmúla.
Áætluð verklok eru 20. desember 2025.
Umsækjendur eru frá tuttugu og tveimur (22) lögheimilum, þ.e. Litla-Landi, Berustöðum 2, Berustöðum 2 lóð 1, Ási 1, Ási 2, Fákshólum, Skammalæk, Ásmúla, Ásbrú, Hestási, Viðarási, Steinási, Ási 1 (Ás-Sel), Áskoti 1, Hellatúni 1, Hellatúni 2, Vesturási, Vörðuholti, Fjallstúni, Sauðholti 2, Skógarási og Framnesi. Fyrir liggur greinargerð verkefnisstjóra um verkefnið sem lög er fram. Sótt eru styrk í flokki 2, sem er viðhald núverandi stígs.
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti samhljóða að veita styrk allt að upphæð kr. 16,5 mkr til verkefnisins, en styrkur fæst greiddur gegn framvísun reikninga og að lokinni úttekt umsjónaraðila.

Vill hreppsnefnd benda íbúum á að hægt er að nálgast verklagsreglur um styrkveitingar vegna lagningar útivistarstíga í sveitarfélaginu ásamt umsóknareyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins.  Krækjur á þessi skjöl eru:

Verklagsreglur

Umsóknareyðublað