Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

Mánudagur, 6. febrúar 2023

Verður haldinn í Björkinni á Hvolsvelli 14. febrúar næstkomandi og byrjar kl. 20:00.

Unnsteinn Snorri kemur og flytur fréttir frá starfi BÍ fyrir kaffihlé og síðan mun hann verða með kynningu á örmerkjalesurum eftir kaffihlé.

Auk þess verða venjuleg aðalfundarstörf og kosningar.

Kjósa þarf um tvo í stjórn og óskum við eftir framboðum þeirra sem vilja vinna fyrir félagið.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn félags Sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu