Við á Lundi teljum mikilvægt að koma á fót bakvarðarsveit fyrir hjúkrunarheimilið á þessum tímum. Ef til kemur að mikið brottfall verði í hópi starfsmanna Lundar gæti verið nauðsynlegt fyrir okkur að fá aðstoð við hin ýmsu störf sem nauðsynleg eru til að halda heimilinu gangandi s.s. umönnunarstörf, eldhússtörf og ræstingu. Við leitum því að fólki sem gæti veitt aðstoð ef slíkar aðstæður koma upp og þá fólki með reynslu af umönnunarstörfum eða aðra reynslu sem nýst gæti á heimilinu. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfang Lundar lundur@hellu.is með upplýsingum um nafn og símanúmer og við höfum samband ef að þörf krefur.
Með þakklæti og von um jákvæð viðbrögð
Stjórnendur Lundar